29.2.2008 | 10:21
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Seinni hluti fyrstu umferðar í rökræðukeppni JCI mun fara fram núna á laugardaginn.
Þar munu etja kappi JCI Esja og JCI Reykjavík. Umræðuefnið er hvort það eigi að skilja að ríki og kirkju. JCI Esja er leggur til að svo verði en JCI Reykjavík er á móti
Rökræðukeppnin verður haldin í Sjálfstæðissalnum í Grafarvogi, laugardginn 1. mars og hefst hún klukkan 13:00 stundvíslega.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 10:17
Er HR best staðsett í Vatnsmýrinni?
Fyrri hluti fyrstu umferðar í rökræðukeppni JCI fór fram í gærkveldi. Þar kepptu JCI GK og JCI Esja og var umræðuefnið hvort Háskólinn í Reykjavík væri best staðsettur í Vatnsmýrinni. GK var tillöguflytjandi og Esjan var á móti. Það er skemmst frá því að segja að við í Esjunni unnum keppnina með 96 og áttum jafnframt ræðumann kvöldsins.
Úrslitin:
JCI GK: 1.254 stig
JCI Esja: 1.350 stig
Alls: 2.604 stig
Ræðumaður kvöldsins:
Gunnar Hólmsteinn með 374 stig
12 refsistig voru gefin en Esjan fékk þau fyrir að fara lítillega yfir á tíma í einni ræðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 13:22
Hver kann að stjórna fundi?
Hugsa sér að allt þetta fíaskó í kringum REI málið hafi orðið til út af jafn einföldum hlut og fundarstjórn. Athugasemd var gerð við það hvernig það var boðað til fundarins og fleira sem lýtur að stjórn fundarins og í kjölfarið fór allt í háaloft.
Fyrir þá sem ekki vilja lenda í fíaskó sem þessu langar mig að benda á námskeið á miðvikudaginn sem heitir einfaldlega : "Fundarstjórn á félagsfundum"
Þetta námskeið tekur einungis eina kvöldstund og það er jú mjög mikilvægt fyrir hvern þann sem tekur virkan þátt í félagsstarfi að kunna að stjórna fundi. Flest höfum við setið fund þar sem allt fer úr böndunum, umræðan fer í hringi og enginn árangur næst. Slíka fundi er óþarft að halda og kemur góður fundarstjóri í veg fyrir þessháttar fundarlag.
Kannt þú að stjórna markvissum fundi?
Þú ættir ef til vill að skella þér á stutt en áhrifaríkt námskeið í fundarstjórnun félagsfunda.
Jci Esja verður með námskeið í fundarstjórnun miðvikudaginn 27. febrúarklukkan 20:00.
Námskeiðið er haldið í húsnæði Góðs vals (www.gottval.is) í Lágmúla 4 (sama hús og Úrval Útsýn)
Námskeiðið er ein kvöldstund og kostar 5.000 kr - 0 kr. fyrir þá sem eru félagar í JCI.
Skráning fer fram á esja@jci.is eða hjá Sigurði í síma 869 9024
Fyrir þá sem vilja læra ítarlega fundarstjórnun og fá þekkingu á fundarsköpum þá verðum við í JCI Esju með slíkt námskeið í mars:
"Fundarsköp og fundarstjórn"
Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem sitja fundi og telja að tíma þeirra mætti vera betur varið. Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa. Þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hverskonar, úrskuri deilumála o.fl. Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund.
Geir nýtur mests trausts en Vilhjálmur minnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 14:58
Tímastjórnun og skipulag
Fyrir allan þann fjölda einstaklinga sem eiga við frestunaráráttu að stríða, sem og þá sem eiga erfitt með að skipuleggja sig, eða vilja hreinlega ná meiri árangri í tímastjórnun. Þá mæli ég tvímælalaust með námskeiði hjá viðskiptaklúbbnum okkar. Eitt af þeim fjölmörgu námskeiðum sem JCI Esja er með á þessu ári er einmitt námskeiðið "Tímastjórnun og Skipulag"
Hvet því alla til að kynna sér hið frábæra starf sem er inna JCI hreyfingarinnar.
Umsjónarmaður námskeiða JCI Esju
Óþolinmóðir koma litlu í verk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2008 | 17:02
Námskeiðin framundan
Listi yfir þau námskeið sem JCI Esja ætlar að standa fyrir á árinu er nú kominn inn á heimasíðuna okkar, www.jciesja.org
Hægt er að finna listann undir tenglinum "Námskeið", hægra megin á síðunni. Ég vil hvetja sem flesta til að skoða hvað verður í boði og endilega skrá sig sem fyrst á það sem vekur áhuga því einungis þannig sjáum við hvort þörf sé á fleiri námskeiðum (því mörg námskeiðanna hafa takmarkaðan sætafjölda).
Bestu kveðjur,
Umsjónarmaður einstaklingssviðs JCI Esju
Bloggar | Breytt 18.2.2008 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 12:51
Nýtt útlit á jciesja.org
Jæja, þá er stjórnin búin að mála vefinn okkar upp á nýtt. Vonum að þetta nýja útlit falli öllum í geð.
Kíkið endilega inn á: www.jciesja.org
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 13:14
Kanntu að rita fund?
Fundarritunarnámskeið JCI - Esju verður haldið þann 18. og 21. febrúar næstkomandi, þ.e. mánudags og fimmtudagskvöld, klukkan 20:00 bæði skiptin. Þetta námskeið er ómissandi fyrir hvern sem hefur nokkurn áhuga á skrifuðu efni, skipulagi, fundarritun og því að koma frá sér efni og upplýsingum á sem skilvirkastan hátt.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er engin önnur en Arna Björk Gunnarsdóttir, og hefur hún leiðbeint fundarritunarnámskeiðum vítt og breitt. Þetta er gullið tækifæri til að komast loksins að því hvernig maður á í ósköpunum að koma öllum þeim ákvörðunum og hugmyndum sem fjallað er um á ófáum fundum (húsfundir, stjórnarfundir, undirbúningsfundir, félagsfundir & margt fleira) sem flest fólk situr við á einum eða öðrum tímapunkti í lífi sínu.
Námskeiðsgjald:
8000 kr.
0 kr. Fyrir JCI Félaga
Skráning er hjá Sigurði Sigurðsson, "forseta JCI - Esju"
Sími: 8699024
Póstfang: ssigurds@khi.is
11.2.2008 | 10:14
Heimsókn frá Frankfurt
Undanfarin 3 ára hefur JCI Esja fengið góða heimsókn frá þýskum vinum. Þetta árið var ekkert öðruvísi og mættu 11 vinir á þorrablót félagsins.
Heimsókn til Esjufélaga
Ferðin byrjaði ekki vel fyrir þýsku vinina, en vegna veðurs hér heima tafðist flugið um 4 tíma. Ráðgert hafði verið að fara með þá í íslenska sundlaug, en fresta varð öllum sundferðum vegna veðurs. Því var haldið beint heim til JCI Esju félaga, Brynju og Kobba, þar sem þeirra beið heimalagaður matur. Þótti það einstaklega vel heppnað og var haldið áfram að spjalla fram á nótt.
Gönguferð
Föstudags morgunn var tekinn í að skoða miðbæ Reykjavíkur, veðrið var ekki beint göngugörpunum í hag. Komust menn við illan leik inn í Hallgrímskirkju, þar sem gestirnir skoðuðu kirkjuna á alla kanta. Síðan var haldið í þýska sendiráðið þar sem sendiherrann tók á móti nokkrum okkar.
Eftir heimsókn í sendiráðið var farið á þann fræga veitingastað Bæjarins bestu, en frægð hans hafði náð eyrum þjóðverjanna. Þrátt fyrir slagveðrið var ákveðið að borða úti.
Bláalónið
Seinni partinn á föstudaginn var haldið í Bláalónið. Þrátt fyrir kolvitlaust veður, var ákveðið að fara í lónið. Vegagerðin sagði veginn færan og því var þetta bara bara spurning um að fara varlega. Lónið var mjög skemmtilegt í þessu veðri, þó svo að það væri frekar kalt.
Ferðin heim var einnig mjög skemmtileg reynsla fyrir þýsku gestina, þar sem rúta hafði fokið út af veginum. Það minnkaði ekki spennuna.
Ferð um Suðurlandið
Á laugardags morguninn var farið í ferð um Suðurlandið. Lagt var af stað í blíðskaparveðri og upp í Hellisheiðarvirkjun, þar sem Orkuveitan tók á móti gestum.
Á Hvolsvelli var svo snætt og haldið áfram inn að Seljalandsfossi. Fossinn var gríðarlega fallegur, frosinn og í fallegri birtu. Eingöngu 3 komust bak við fossinn með illum leik, en mjög hættulegt var að fara leiðina, þar sem glerhált var að baki honum.
Eftir Seljalandsfoss var haldið í áttina að Þórsmörk, þar sem 2 bílar festust við mikil fagnaðarlæti gestanna. Eftir klukkustundar mokstur, var fyrir bílinn laus og hinum var kippt upp með spotta. Ekki þótti verra hjá kvenkynsfélögum JCI Frankfurt, að það var eini kvennbílstjórinn sem festist ekki og leiddi hópinn í þessum hluta ferðarinnar.
Ekki tók betra við þegar dekk sprakk á einum bílnum, en með skipulögðu hópstarfi tók það lítinn tíma að skipta um dekk.
Hérna var komið að því að skipta hópnum upp í 2 hópa. Margir gestanna höfðu komið hingað áður og höfðu því skoðað Gullfoss og Geysi, þeir vildu því skoða svartar strendur Íslands. Hinn hópurinn hélt á Gullfoss og Geysi.
Þorrablótið
Um kvöldið var svo þorrablótið, en 40 manns höfðu skráð sig til leiks. Þorrablótið er einn af hápunktum í dagskrá Esjunnar, þar sem alltaf er gríðarlega skemmtilegt og mikið um að vera. Blótið var til klukkan 12, en þá var haldið í Hellusund þar sem fjörið hélt áfram.
Heimferð
Þýsku vinir okkar héldu svo heim á leið klukkan 4 um nóttina. Ferðin gekk vel og allir komust heim á leið og með allt nema 1-2 jakka sem týndust.
9.2.2008 | 18:34
Þorrablót í kvöld
Eins og flestum ætti að vera kunnugt er okkar árlega þorrablót í kvöld. Það verður að þessu sinni í sal SEM samtakanna: Salurinn er á fjórðu hæð á SLÉTTUVEGI 3.
Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.
Aðgangseyrir: 3.750 kr
Innifalið í aðgangseyri er matur, einn bjór og einfaldur Íslenskt brennivín.
Klukkan 12 á miðnætti er svo ferðinni heitið í hús JCI Íslands við Hellusund þar sem allir JCI félagar eru vitanlega velkomnir en aðgangseyrir þar er 0 kr.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Fyrir hönd stjórnar,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 11:05
Skemmtileg ferð til Grikklands á námskeið
Ákvað að skjóta hérna inn smá ferðasögu af ævintýralegri ferði minni til Grikklands á námskeið á vegum JCI Grikklandi og Evrópusambandsins.
Það var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara að skella sér til Grikklands og því fékk ég ekki beinlínis skemmtilegasta flugið... Ísland - London - Amsterdam - Aþena : Ég lagði af stað klukkan 5 að morgni á íslenskum tíma og var kominn upp á hótel í Aþenu klukkan 00:30 - yfir 20 klukkustunda þvælingur.
Þriðjudagur
Ég var pínulítið stressaður á leiðinni því það mátti ekkert fara úrskeiðis í öllum þessum flugvélum.. og viti menn - á miðri leiðinni frá London til Amsterdam segir flugstjórinn í kallkerfið: "Farþegi á leið til Riga og farþegi á leið til Aþenu, þið fáið ekki að fara í tengiflugið ykkar í Amsterdam, þetta er vegna 15 mínútna seinkunar, vinsamlega hafið samband við skrifstofu okkar á flugvellinum!"
Ég auðvitað panica... ekkert flug til Aþenu, hvað nú. Ég talaði við flugþjóninn og hann sagði mér að það væri nú ekki svo slæmt að gista eina nótt í Amster en ég skildi samt freista gæfunnar. Þ.e. hlaupa eins og óður maður, reyna að ná fluginu, fara svo bara á hnén og biðjast vægðar og segja þeim að farangurinn megi bara koma til Aþenu á morgun! Við lendum og mikið svakalega fór seinagangur farþega í taugarnar á mér.. ég var gjörsamlega að fríka út en komst þó loksins út úr vélinni.
Flugþjóninn hafði sýnt mér á korti hvar í flugstöðinni við kæmum að og hvert ég þyrfti að hlaupa í næsta flug og á kortinu var þetta nánast hlið við hlið... nokkrir metrar bara.
Ég var búinn að gleyma að Schiphol er einn af stærstu flugvöllum heims og ég hljóp... og ég hljóp... og ég hljóp... vá þetta var langt. Ég hljóp í 10-15 mínútur áður en ég kom að einhverju tollhliði þar sem ég þurfi og að láta gegnumlýsa farangurinn og viti menn... að sjálfsögðu þurfti tollarinn að skoða allt í töskunni.. rífa uppúr og tefja mig enn fregar.
Svo hljóp ég af stað aftur, kom að brottfararhliðinu, hlaupandi, sveittur, móður og másandi og náði að stynja upp: "Hi, I´m the missing passanger arriving from London, please don't leave me behind!" Setti upp hvolpasvipinn... á hnjánum og baðst vægðar. Og ég fékk að fara með... og farangurinn minn líka. Sennilega af því að ég trúði því alltaf innst inni að fengi farið :)
Miðvikudagur
Ég sofið út þar sem engin dagskrá var fyrr en á hádegi. Það var erfið ákvörðun að sofa frameftir þar sem það kitlaði að vakna snemma og skoða borgina, ég átti seinna eftir að verða mjög feginn að hafa valið svefninn.
Hópurinn hittist klukkan eitt, 36 hausar frá 24 löndum. Okkur var skipt í 6 hópa og tryggt að í hverjum hóp væri bara einn frá hverju landi og að enginn þekktist við borðið.
Minn hópur leit svona út:
Lína frá Líbanon
Andy frá Bretlandi
Davinia frá Möltu
Emanuele frá Ítalíu
Sören frá Danmörku
og svo ég
Eftir námskeiðishald og fjölmargar æfingar var haldið út. Það var bundið fyrir augun á okkur og við látin labba á Akropolis hæð. Ég get semsagt sagt ykkur frá því að ég fór til Aþenu og fór á Akropolishæð.. ég bara sá hana ekki þar sem það var bundið fyrir augun á mér! :)
Við gerðum fjölmargar skemmtilegar æfingar í kvöldrökkrinu en ein þeirra kostaði mig svakalegar blóðnasir eftir að ein stúlkan í hópnum rak óvart olnbogan í smettið á mér. Að sjálfsögðu fórum við svo stuttlega út á lífið og komum upp á hótel um eitt leytið. Þá átti ég eftir að vinna dálítið og komst því ekki í háttinn fyrr en um 3 leytið. Ég náði því ekki nema 5 tíma svefni um nóttina.
Fimmtudagur
Rosalega dagskrá framundan
Fyrir hádegi var farið í Vörumerki: Branding, marketin and consistent communication
Í hádeginu var svo farið í Samskiptatækni og leiðir til að fyrirbyggja misskilning
Eftir hádegi var mjög þungur fyrir marga en þá var farið í Samskipti við fjölmiðla:
PR and getting in touch with the MEdia
The sasics of PR writing
Organizing sucessful events (press conferences, shows, etc..)
og svo var farið í verklegar æfingar
Um kvöldið var svokölluð Grísk veisla sem var hreint út sagt stórkostleg. Matur og vín flæddu um allt en Constantín vinur minn frá Þýskalandi kvartaði sáran undan því að Grikkir troða osti í allan mat! Eftir mat og drykkju fram yfir miðnætti var farið á næsta bar... og svo næsta bar... og svo framvegis þar til klukkan var orðin allt of margt og við enduðum ekki upp á hóteli fyrr en um hálf sex að morgni og náðum því ekki nema 3 tíma svefni
Föstudagur
Þá var loksins komið að því að minnst væri á JCI en dagskráin fyrir hádegi var tvíþætt
Fyrst var farið í "The JCI Brand" þar sem farið var yfir meðhöndlun á logo-inu, litanotkun, letur og fleira í þeim dúr.
Seinni hlutinn snerist svo um að kunna að kynna JCI, vita hvað er í boði og hvernig er best að kynna það.
Eftir hádegi kynntumst við stórkostlegum manni að nafni Giorgos Karathanos en maður er algjör guð þegar kemur að líkamstjáningu. Við eyddum einhverjum 6-7 klukkustundum í að þjálfa hópinn fyrir framan videocameru. Til þess að kenna okkur hvað má og hvað má ekki fyrir framan myndavélina. Einnig var mikið farið í það hvernig maður kemur í veg fyrir að fjölmiðlar/blaðamaðurinn geti slitið það sem maður segir úr samhengi. Þetta var einn skemmtilegasti parturinn fannst mér. Miklar pælingar og djúp hugsun á bak við hvert orð.
Um kvöldið þurftum við svo að fara að vinna að hópverkefnunum okkar. Okkur hafði verið sett eftirfarandi verkefni: Þið eigið að halda stóran blaðamannafund á laugardag um efni að eigin vali. Þið þurfið að útbúa fréttatilkynningu, Press Kit og setja upp fundinn.
Í mínum hóp lagði ég til eftirfarandi:
Við erum að fara að halda risastórt, alþjóðlegt, celebrity golfmót þar sem umsóknir frá almennum borgurum verða dregnar upp úr hatti og 6 heppnir fá að spila með 6 stjörnum. Stjörnurnar sem við völdum voru: David Beckham, Will Smith, Jack Nicklous, Thomas Bjorn, Colin Montgomerie og Tiger Woods. Þetta ætluðum við að segja fjöldmiðlum frá, þ.e. tilkynna þeim hvaða stjörnur tækju þátt í mótinu okkar.
Við lögðum gríðarlega mikið á okkur og ákváðum strax í upphafi að við myndum vinna eftir áætlum sem við kölluðum "The Winning Strategy" og hún var 100%. Einn aðalleiðbeinandinn kom til okkar klukkum 3 um nóttina og hvatti okkur til þess að fara nú í háttinn með orðunum að 90% væri alveg nóg. Ég fullvissaði hann hinsvegar um það að við hefðum ekki sett okkur markmið til þess að standa ekki við þau! Hann brosti og sagði: "Jæja, það verður gaman að sjá hvað þið komið með á morgun"
Hópurinn okkar tíndist svo smátt og smátt í háttinn en við Sören fórum síðastir, ég um hálf 6 og um hálf 7.
Laugardagur
Eftir aðeins 2ja tíma svefn þurfti ég að rísa á fætur því við höfðum ákveðið að hittast klukkan 8, vel étin og klár í slaginn. Það gaf okkur klukkutíma fyrir lokarennsli því Blaðamannafundirnir áttu að hefjast klukkan 9 stundvíslega og allir áttu að sitja í salnum og fylgjast með hinum. Bannað að fara afsíða og undirbúa sig enn frekar.
Hóparnir voru sex og það stóðu sig allir mjög vel og var gaman að sjá fjölbreytnina í því sem menn tóku sér fyrir hendur.
Hópur 1
Kynnti Sparkling, Evrópuþing JCI í Turku Finnlandi og gerði það virkilega vel!
Hópur 2
Kynnti samstarf JCI Grikklandi og JFK Library foundation og sameiginleg námskeið, flott pæling
Hópur 3
Kynnti Evrópuþing í Búdapest 2009 og kynnti fyrirhugaða umsókn Grikklands um að sækjast eftir því að fá að halda þingið árið 2010. Skemmtileg atriði en pínu ruglingslegt þar sem menn áttuðu sig seint á því hvort það var verið að auglýsa Búdapest eða Aþenu
Hópur 4
International Celebrity Golf Tournament - Hópurinn minn
Hópur 5
Fjáröflunaruppboð til að styrja tækjakaup fyrir Barnaspítala sem sérhæfir sig í hjartasjúkdómum og á sama tíma kynnt samstarf við Siemens sem veitir tækin á botnverði - Smart atriði og sniðugt hjá þeim að vera með 12 ára stelpu sem var batnað á staðnum. Blaðamönnum tókst þó að draga upp einhvern Seimens skandal í spurning og gjörsamlega óðu yfir hópinn.
Hópur 6
JCI Aþenu í Samstarf við Borgaryfirvöld og einn viðskiptamógul um að setja á fót ókeypis námskeið fyrir atvinnulausa til að auka möguleika þeirra á að fá starf eða stofna eigið fyrirtæki. - Virkilega flott útfært og Ivana var sérklega góð í hlutverki borgarstjórans
Eftir alla blaðamannafundina fór fram svokallað "Feedback session" þar sem farið var yfir gott og slæmt hjá öllum. Við Andrew fengum sérstak hól fyrir framúrskarandi ræður.
Auk þess þá sagði einn af leiðbeinendunum: "Einn blaðamannafundurinn hér í dag var alveg hreint ótrúlega góður, fullkominn, alveg 100%. Hann var það góður að þetta hefði vel getið verið 'live' útsending um allan heim með alvöru blaðamönnum og á vegum einhvers stórfyrirtækis, enginn hefði séð muninn. Ég ætla ekki að segja ykkur hvaða fundur það var, bara leyfa ykkur að hugsa um það sjálf"
Síðar um kvöldið þegar allir voru komnir í glas þá gegnum við á þennan leiðbeinanda og hann sagði við okkur Sören: "Strákar, auðvitað voru það þið"
Eftir feedback hlutann þá settumst við öll saman í hring á gólfið og áttum notalega stund saman. Það var alveg hreint útrúlegt hve sterk bönd höfðu myndast á þessum stutta tíma í Aþenu. Þessi stund var mjög tilfinningaþrunginn, sumir felldu tár og ein stúlkan var svo hræð að hún þurfti að fara afsíðis grátandi. Mögnuð upplifum.
Um kvöldið var svo Gala kvöldverður og útskrift þar sem við fengum skírteinin okkar. Farið var á Traditional Grískan stað sem var mjög sérstakur. Við fengum ekki gaffla til að borða með, bara skeið og hníf takk fyrir. Undarlegir þessi Grikkir.
Það kom okkur pínulítið á óvart að ekki var tilkynnt um sigurvegara dagsins en slíkt hefur verið gerið áður á þessu námskeiði. Við gegnum því mjög fast á eftir þjálfurunum með það. Ole gekk afsíðis með Anders og Yiannis, kom til baka og sagði "við höfum ákveðið að segja ykkur ekki frá því" en Sören svaraði: "Láttu ekki svona, þú veist að við verðum að vita þetta og hættum ekki fyrr en við vitum þetta!" Þá hló hann (Ole) mikið og sagði: "Strákar, haldið þið virkilega að einhver sé í vafa um að þið sigruðu? Þið rúlluðuð þessu upp með 100% árangri!" - Við skálum með sigurbros á vör og vorum sko nú fyrst tilbúnir í djammið! Það var vitanlega trallað inn í nóttina en við vorum þó komin á hótelið um 2 leytið þar sem sumir þurftu að fara að pakka.
Ég þurfti að taka leigubíl út á flugvöll klukkan 3 og hugsaði með mér á flugvellinum, vá sunnudagur og ég er bara búinn að sofa í 9 eða 10 tíma síðan á miðvikudag.
Ekki undarlegt að ég hafi dottað í flugvél og dottað í rútu og dottað á flugvelli og dottað í leigubíl... mesta furða að ég skuli hafa komist heim en ferðalagið heim tók yfir 22 klukkutíma..úff
Niðurstaðan af þessari ferð er þessi:
Besta námskeið sem ég hef farið á!
Skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á!
Eitt af gagnlegri námskeiðum sem ég hef farið á!
Vá hvað það er gaman að kynnast öllu þessu fólki!
...það er ljóst að ævintýri mín erlendis eru bara rétt að byrja því ég mun sko nota hvert einasta tækifæri til að komast í svona. Ég ætla að skella mér á Evrópuþing í Turka, Finnlandi og á European Acadamy í haust og hver veit hvað fleira.
Lífið er yndislegt og JCI veitir manni tækifærin sem birtast manni í draumum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)