Fyrstu daganir frá Evrópuþingförum

Við lögðum af stað frá Keflavík áleiðis til Helsinki klukkan 08:00 í gærmorgun og vorum við lent um tvö á staðartíma í Finnlandi.  Eftir flugfarið, sem var mjög gott í alla staði, fórum við í rútu til Turku.  Eftir langt ferðalag voru flestir orðnir úrvinda en það kome ekki í veg fyrir að við fórum að skoða bæinn (og nokkra bari). 

Ég verð að viðurkenna að bærinn Turku hefur heldur betur komið á óvart.  Þetta er mjög fallegur bær í alla staði og er þetta án efa mjög góð staðsetning fyrir evrópuþingið.

Opnunarhátíðin er annað kvöld sem verður án efa mjög glæsilegt.

Fleiri myndir koma án efa með í næsta bloggi.
skh
Sigurður - Kjartan - Hrólfur


kv.  Sigurður Sigurðsson


Brúðkaupsræður í útvarpinu

Undanfarið höfum við kynnt brúðkaupsræðurnar í útvarpinu, í seinustu viku vorum við á Bylgjunni og í dag var svo mætt í morgunútarpið á rás 2.

Viðtalið á Bygljunni

Viðtalið á RÚV (byrjar á tæplega miðri stiku)


Brúðkaupsræður

Í gær sendi JCI Esja frá sér fréttatilkynningu út af brúðkaupsræðunámskeið sem félið er að halda, við gerðum ráð fyrir að í fyrra hefðu 1700 brúðhjón gift sig, út frá tölum undanfarinna ára.  Við vorum svona nálægt því þegar í ljós kemur að 1708 pör giftu sig.

Ástæðan fyrir því að við fórum af stað með þetta námkskeið er að í svo mörgum tilfellum sem fólk þarf að halda ræðu í brúðkaupi og er ekki tilbúið að gera það.   Þetta er það tilefni þar sem fólk vil standa sig vel, en hefur jafnvel ekki þurft áður að halda ræðu eða mjög langt var síðan fólk hélt seinustu ræðu.  

Námskeiðinu er ætlað að aðstoða við að undirbúa og aðstoða fólk við skrifin og við að flytja þessar ræður.

Skráning er á http://www.jciesja.org/index.php?page=brudkaupsnamskeid

 


mbl.is 1708 pör gengu í hjónaband í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr sentator JCI Esju

Um helgina var hátíðarfundur JCI Esju, en það er árlegur viðburður. Að þessu sinni var hátíðarfundurinn haldinn með JCI GK.  Veislan var hin skemmtilegasta, og þótt hún hafi endað með að gestir hafi verið færðir til vegna þess að vertinn treysti ekki rafmagnskerfinu á staðnum, þar sem ljósinn blikkuðu stöðugt.

Hápunktur gleðinnar fyrir Esju var þegar Loftur Már Sigurðsson var gerður að Senator.  En hjá JCI GK, var einnig útnefndur senator en það var Sólbjörg.

Tómas Hafliðason

Fráfarandi forseti 


MEGA Gleðskapur

JCI Esja býður félagsmönnum og öðrum JCI félögum til gleðskapar í húsi JCI Íslands í kvöld.

drinksHúsið opnar 20:00 og stendur vitanlega langt fram á nótt eins og venja er.
Við hvetjum sem flesta til að mæta enda veitingar í boði Esjunnar. Loftur mun að sjálfsögðu blanda sína landsfrægu Ofurbollu sem allir ættu að vera farnir að þekkja.

Um klukkan 22:00 ætla ég (Tryggvi) að koma með óvænta tilkynningu frá stjórninni sem allir JCI félagar á landinu vilja eflaust fá að vera vitni af :) ...spennandi spennandi...

Hlakka til að sjá ykkur sem flest í kvöld,

F.h. Stjórnar,
Tryggvi Freyr Elínarson


Góð ræðuhelgi

Um helgina var haldin Nordic Debate Weekend, en JCI Esja var annað af tveimur félögum sem stóðu að þessum viðburði.   Alls voru tæplega 20 þáttakendur, þar af 5 erlendir gestir sem voru komnir til landsins í þeim einum tilgangi að taka þátt í ræðumennsku með íslendingum.

Til landsins kom einnig  Carlo van Tichelen, IG leiðbeinandi og ræðuþjálfari sem sá um þjálfunina, en Carlo hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum æfingum og er sérfræðingur í öllu sem snýr að rökræðu og ræðukeppnum.   Hann sá meðal annars um ræðuþjálfun fyrir JCI á heimsþingi, við góðan orðstí.

Fyrir okkur í Esjunni voru þetta góðar fréttir og alveg öruggt að við höfum lært ýmislegt á þessari helgi, fyrir vikið eigum við eftir að bjóða sterkari lið í ræðukeppninni hérna heima.  Um þessar mundir er JCI Esja með tvö ræðulið í gangi, þetta var því góð æfing fyrir félaga í JCI Esju.


Esjuvarpið

Nú er búið að uppfæra Esjuvarpið, en þar eru núna nokkur ný myndskeið.
Þar á meðal eru skeið með Allan Pease (Mr. Bodylanguage), Jack Canfield höfundar The Success Principles og Chicken Soup for the Soul.

Endilega kíkið á Esjuvarpið


Síðustu skráningar á Platínuregluna

Nú eru síðustu forvöð á að skrá sig á Platínuregluna
Endilega sendið okkur póst á esja@jci.is ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur á námskeiðið.

Staðfestar skráningar:
Helgi Guðmundsson
Egill Gauti Þorkelsson
Tryggvi Freyr Elínarson
Kjartan Hansson
Guðlaugur Lárus Finnbogason
Tindur Jensson
Guðlaug Birna Björnsdóttir
Þórhildur Halldórsdóttir
Jóakim Snær Sigurðarson
Hanna Björg Egilsdóttir
Hörður Helgi Tryggvason
Kristín Hákonardóttir
Kári S. Friðriksson
Haukur Hólmsteinsson
Gunnar Hólmsteinn
Guðmundur Guðlaugsson
Ingi Hilmar
Jón Eðvald
Jóhann Pétur Guðvarðarson

Langar að mæta en er ekki 100%
Magnús Blöndal

Platinureglan_72dpi


Platínureglan - Skemmtileg og áhrifarík

Við viljum minna fólk á námskeiðið Platínureglan á miðvikudaginn klukkan 20:00

Þetta er eitt skemmtilegasta námskeiðið sem JCI Esja býður upp á og ættu allir að skella sér.
Platínureglan er náskild Myers-Briggs persónuleikagreiningunni og er jafn skemmtileg.
Þeir sem vilja:
Ná betri árangri í samskiptum
Vera meira sannfærandi
Ná meiri árangri í sölumennski
Vera hæfari yfirmaður
og svo margt annað... ættu tvímælalaust að skrá sig strax: esja@jci.is

Gullmoli:
"Ekki koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig,
komdu heldur fram við aðra eins og þeir vilja láta koma fram við sig!"

Staðsetning : Sjálfstæðissalurinn í Grafarvogi (sama hús og Nóatún, annar inngangur)


Varðveisla sögunnar

Um daginn sátum við félagar í JCI Esju á námskeiði í fundarritun, eins og kemur fram í þessari frétt um tifandi tímasprengju komumst við að því hvað það skiptir miklu máli fyrir söguna félaga að það sé til gögn um söguna.

Ég skrifaði hugleiðingu í dag á Deigluna, sem er komin fram í hugleiðingum úr þessu námskeiði.

Í námskeiðinu var bent á hversu mikils virði fundargerðir eru sögu hvers félags. Ég lagði til þarna að það væri ekki síður mikilvægt að við varðveittum myndir. Ég lagði til að gerð yrði sérstök staða ljósmyndarar hjá JCI.  Hans hlutverk yrði að koma gögnum í örugga geymslu af þeim viðburðum sem eru hjá félaginu, safna saman þeim myndum sem aðrir taka í góðri upplausn og koma þeim sömuleiðis í örugga geymslu.

Þetta skiptir allt máli fyrir sögu félaga. 


mbl.is Tifandi tímasprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband