Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Varðveisla sögunnar

Um daginn sátum við félagar í JCI Esju á námskeiði í fundarritun, eins og kemur fram í þessari frétt um tifandi tímasprengju komumst við að því hvað það skiptir miklu máli fyrir söguna félaga að það sé til gögn um söguna.

Ég skrifaði hugleiðingu í dag á Deigluna, sem er komin fram í hugleiðingum úr þessu námskeiði.

Í námskeiðinu var bent á hversu mikils virði fundargerðir eru sögu hvers félags. Ég lagði til þarna að það væri ekki síður mikilvægt að við varðveittum myndir. Ég lagði til að gerð yrði sérstök staða ljósmyndarar hjá JCI.  Hans hlutverk yrði að koma gögnum í örugga geymslu af þeim viðburðum sem eru hjá félaginu, safna saman þeim myndum sem aðrir taka í góðri upplausn og koma þeim sömuleiðis í örugga geymslu.

Þetta skiptir allt máli fyrir sögu félaga. 


mbl.is Tifandi tímasprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsókn frá Frankfurt

Undanfarin 3 ára hefur JCI Esja fengið góða heimsókn frá þýskum vinum.  Þetta árið var ekkert öðruvísi og mættu 11 vinir á þorrablót félagsins.

Heimsókn til Esjufélaga
Ferðin byrjaði ekki vel fyrir þýsku vinina, en vegna veðurs hér heima tafðist flugið um 4 tíma.  Ráðgert hafði verið að fara með þá í íslenska sundlaug, en fresta varð öllum sundferðum vegna veðurs.  Því var haldið beint heim til JCI Esju félaga, Brynju og Kobba, þar sem þeirra beið heimalagaður matur.   Þótti það einstaklega vel heppnað og var haldið áfram að spjalla fram á nótt.

Gönguferð
Föstudags morgunn var tekinn í að skoða miðbæ Reykjavíkur, veðrið var ekki beint göngugörpunum í hag.  Komust menn við illan leik inn í Hallgrímskirkju, þar sem gestirnir skoðuðu kirkjuna á alla kanta.   Síðan var haldið í þýska sendiráðið þar sem sendiherrann tók á móti nokkrum okkar.

Eftir heimsókn í sendiráðið var farið á þann fræga veitingastað Bæjarins bestu, en frægð hans hafði náð eyrum þjóðverjanna. Þrátt fyrir slagveðrið var ákveðið að borða úti.

Bláalónið
Seinni partinn á föstudaginn var haldið í Bláalónið. Þrátt fyrir kolvitlaust veður, var ákveðið að fara í lónið.  Vegagerðin sagði veginn færan og því var þetta bara bara spurning um að fara varlega.  Lónið var mjög skemmtilegt í þessu veðri, þó svo að það væri frekar kalt.

Ferðin heim var einnig mjög skemmtileg reynsla fyrir þýsku gestina, þar sem rúta hafði fokið út af veginum.  Það minnkaði ekki spennuna.

Ferð um Suðurlandið
Á laugardags morguninn var farið í ferð um Suðurlandið.  Lagt var af stað í blíðskaparveðri og upp í Hellisheiðarvirkjun, þar sem Orkuveitan tók á móti gestum.

Á Hvolsvelli var svo snætt og haldið áfram inn að Seljalandsfossi.  Fossinn var gríðarlega fallegur, frosinn og í fallegri birtu.  Eingöngu 3 komust bak við fossinn með illum leik, en mjög hættulegt var að fara leiðina, þar sem glerhált var að baki honum.

Eftir Seljalandsfoss var haldið í áttina að Þórsmörk, þar sem 2 bílar festust við mikil fagnaðarlæti gestanna.  Eftir klukkustundar mokstur, var fyrir bílinn laus og hinum var kippt upp með spotta.  Ekki þótti verra hjá kvenkynsfélögum JCI Frankfurt, að það var eini kvennbílstjórinn sem festist ekki og leiddi hópinn í þessum hluta ferðarinnar.

Ekki tók betra við þegar dekk sprakk á einum bílnum, en með skipulögðu hópstarfi tók það lítinn tíma að skipta um dekk.

Hérna var komið að því að skipta hópnum upp í 2 hópa.  Margir gestanna höfðu komið hingað áður og höfðu því skoðað Gullfoss og Geysi, þeir vildu því skoða svartar strendur Íslands.   Hinn hópurinn hélt á Gullfoss og Geysi.

Þorrablótið
Um kvöldið var svo þorrablótið, en 40 manns höfðu skráð sig til leiks.  Þorrablótið er einn af hápunktum í dagskrá Esjunnar, þar sem alltaf er gríðarlega skemmtilegt og mikið um að vera.  Blótið var til klukkan 12, en þá var haldið í Hellusund þar sem fjörið hélt áfram.

Heimferð
Þýsku vinir okkar héldu svo heim á leið klukkan 4 um nóttina.  Ferðin gekk vel og allir komust heim á leið og með allt nema 1-2 jakka sem týndust.


Skemmtilegur félagsfundur

Í gær hélt JCI Esja sinn mánaðarlega félagsfund, en á fundinum var meðal annars framadagar kynntir, en framadagar eru árlegur viðburður haldinn af Aisec.  Undanfarið ár hefur JCI verið þáttakandi á Framadögum og kynnt starfið sitt og reglulega haldið námskeið. 

Einnig var JCI eWorld kynnt, en það ef nýtt tengslaneta og hópvinnukerfi í boði JCI International, til að efla samstarf á milli JCI félaga um heiminn.

Sögur úr bakaríinu voru sagðar, og velti Sigurður forseti því fyrir sér afhverju Danir væru frændur okkar.

Að lokum voru námskeið og dagskrá framundan kynnt, var það meðal annars fundarritunarnámskeið og heimsókn þýskra vina og þorrablót.

Tómas Hafliðason
Fráfarandi Forseti JCI Esju


Nýju fötin keisarans

Var á mjög skemmtilegu ræðunámskeiði hjá JCI Esju í gær, þar áttu þáttakendur að halda svokallaða söluræðu.  Þáttakendur eru hvattir til þess að búa til eitthvað nýtt og nota ímyndunaraflið til þess að framkvæa áhrif.  Einn þáttakandinn ákvað að kynna fyrir fólki lausn til þess kæla vatn með ákveðnum pillum, en það færu ákveðin efnahvörf af stað.

Það er skemmst frá því að segja að sagan var mjög vel spunninn, gestir fengu bæklinga og sýnt var glas.  Söluræðan var mjög sannfærandi og þegar þetta var lokið voru menn efins, bæði vegna þess að sýnt var box (sem var mjög vel gert) og bæklingar með mjög sannfærandi texta.

Svo þegar efasemdaraddir komu stóð öllum til boða að nota þetta, og endilega að prufa.   Það var því fyndin uppgötvun, þegar menn störðu á þetta og ekkert gerðist nema að taflan leystis upp og einhver fattaði að þetta var gabb.

Þá leið mönnum eins og keisaranum forðum daga.

Þó (sem betur fer fyrir viðkomandi) var enginn sem taldi sig "finna fyrir kælingunni".

Mjög skemmtileg ræða og spuni, þar sem algjör meistari var greinilega á ferðinni. 

Tómas Hafliðason

fráfarandi forseti 

 


Góður fundur

Í kvöld var haldinn kynningarfundur JCI Esju á starfinu félagsins næsta starfsár.   Á dagskrá eru 26 fjölbreytt námskeið.  Námskeiðin voru mjög fjölbreytt og óhætt að segja að námskeiðin séu mjög fjölbreytt.  Nokkur dæmi eru námskeið í sælgætisgerð, jólaskreytingarnámskeið, ræðunámskeið og ýmis fjármálanámskeið.

Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir svo sem oktoberfest og ráðstefna um framtíð JCI.

Það er alveg ljóst að þetta er mjög mentðarafull áætlun hjá nýrri stjórn.

Tómas Hafliðason

fráfarandi forseti JCI Esju


Fyrsta færslan

Þetta er fyrsta færslan á þessu JCI Esju bloggin en hugmyndin er að hér geti stjórn sett inn hugleiðingar varðandi starfið og það sem er framunan.

Félagið heldur úti öflugri heimasíðu (jciesja.org), en þar verða áfram fréttir af atburðum.

Hins vegar er gert ráð fyrir að þær færslur sem hér verða inni verði óformlegri og meira í bloggstílnum.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband