20.8.2008 | 15:57
Brjóstsykursgerð á Menningarnótt 2008
Á laugardaginn verður Guðlaug frá nammiland.is (og Esjufélagi með meiru) í húsakynnum JCI við Hellusund 3, 101 Reykjavík. Þar ætlar hún að laga brjóstsykur og leyfa gestum og gangandi að smakka nýgerða, gómsæta mola auk þess sem hægt er að sjá allt ferlið. Heimalagað slikkeri svíkur engann!
Hvenær: Laugardaginn 23. ágúst frá 14:00-16:00
Hvar: JCI Húsinu, Hellusundi 3, 108 Reykjavík
Kostar: 0 kr
Bloggar | Breytt 21.8.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 00:08
Verstu brúðkaupsræðurnar
Brúðkaupsræðunámskeið JCI Esju slógu í gegn fyrr í sumar, þar var meðal annars bent á hluti sem á ekki að segja í brúðkaupsræðum. Við sem leiðbeindum, höfðum ekki einu sinni ímyndunarafl í svona.
23.6.2008 | 12:31
Skemmtileg heimsókn
Einn af kostum þess að vera JCI félagi er að JCI er í flestum löndum og borgum heimsins, og alltar er hægt að leita til annara JCI félaga um móttöku.
Sama gildir að sjálfsögðu á Íslandi, þegar erlendir JCI félagar eiga leið um hingað. Í gær tókum við í JCI Esju á móti vinum úr JCI London.
Dagurinn byrjaði með kynnisferð um Reykjavík og nágrenni og endaði svo með skemmilegum kvöldverð með fjölda JCI félaga.
Í framhaldi ætla Marco og Rash að keyra um landið næstu daga.
17.6.2008 | 22:41
Skemmtilegur dagur
Þjóðhátíðardagurinn er alltaf skemmtilegur hjá JCI, og sama var um þennan daginn. JCI var með tjald eins og undanfarin ár en undanfarin ár. Þetta hefur verið í höndum JCI GK sem sá um þetta skipulanginguna.
Þetta fer að verða fastur liður hjá mörgum JCI félögum, koma niður í bæ og vinna saman í skemmtilegum félagsskap í nokkra tíma. Blöðrusalan er mjög skemmtilegt verkefni og gaman að færa börnunum blöðrurnar sínar.
Við JCI félagar fylgdumst svo með því í þráðbeinni þegar einhver ákvað að klifra upp á stjórnarráðið og flagga fána.
kveðja
Tómas
Fráfarandi forseti
Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2008 | 17:54
Þýsk-Ungverska kvöldið í Turku
Það eru sennilega fáir flinkari en þjóðverjar í matar og drykkjuveislum en þýska kvöldið í gærkveldi var gjörsamlega magnað. Húsnæðið var sjarmerandi og skapaði mikla stemmningu og ekki spillti lifandi tónlist í bland við þýskar guðaveigar og pylsur.
Hér ero nokkrar myndir frá þessu frábæra kvöldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 17:49
Keppni í mælsku
Í gær fór fulltrúi okkar og keppti í mælskukeppni einstaklinga (á Evrópuþinginu í Turku). Eins og flestir vita þá var okkar fulltrúi Guðlaug Birna Björnsdóttir (JCI Esju) en hún stóð sig hreint ótrúlega vel. Svo vel að fólk kom aðvífandi úr öllum áttum (keppendur og áheyrendur) til að segja henni að hún hefði "hreyft við sér" og "náð að snerta strengi". Ein eldri kona í salnum kom hreinlega með tárin í augun til að segja henni hve vel hún hefði staðið sig og hvað innihaldið í ræðunni væri gott og hefði snert hana djúpt.
Ræðusnilli Guðlaugar dugði þó ekki til sigurs en dómarar voru greinilega á höttunum eftir einhverju öðru en enn einum sigri íslendinga í keppninni.
Til hamingju með frammúrskarandi árangur Guðlaug!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 17:45
Opnunarhátíð og Finnska kvöldið
Opnunarhátíðin á Evrópuþinginu í Turku var í fyrrakvöld (miðvikudag) og var ágæt. Ekki það mest spennandi að hlusta á hátíðarræður og formlegheit en fögur fyrirheit Finna um drykkju og átveislu beint á eftir gerði þetta að hinni ágætis skemmtun. Það spillti heldur ekki fyrir að formlegheitin voru stutt.
Eftir hina formlegu opnun var hið svokallaða "Finnskt kvöld" og var þar mikið um dýrðir. Matur úr öllum heimshornum og guðaveigarnar gjörsamlega fljótandi út um allt. Hátindur kvöldsins var klárlega Karaoke keppnin sem Sigurður og Kjartan tóku þátt. Það má með sanni segja að þeir hafi staðið sig vel sem fulltrúar íslands og verið okkur til sóma. Guðaveigarnar voru greinilega búnar að mýkja raddböndin og losa um hömlur.
Hér má sjá Kjarta og Sigurðu syngja Love Shack með B 52's
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 12:51
En góð brúðkaupsræða?
Ætli það verði boðið upp á brúðkaupsræður í brúðkaupinu? Maður hefur oft á tilfinningunni að það sé fyrst og fremst boðið upp á innihaldslausa skemmtikrafta en ekki persónuleg brúðkaup.
Ætli Ronnie haldi brúðkaupsræðu?
Tómas fráfarandi forseti
Boðið upp á dverga í brúðkaupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2008 | 11:39
Brúðkaupsræður í mogganum
Morgunblaðið birti í dag viðtal við Tómas Hafliðason, fráfarandi forseti JCI Esju, en undanfarið hefur Tómas kynnt brúðkaupsræðunámskeið JCI Esju í fjölmiðlum.
4.6.2008 | 08:51
Plássið í bílaleigubílnum...
Ekki voru allir sem nenntu að fara með rútunni til Turku. Við vorum því 5 sem ákváðum að leigja okkur bílaleigubíl og ferðast þannig. Hugmyndin var góð en það er óhætt að segja að við höfum svitnað aðeins þegar við stóðum fyrir framan volvoinn, fimm manns með 6 stórar töskur og eitt risa golfsett.. og allt átti þetta að fara inn í einn og sama bílinn. Eftir mikið puð og mikla útreikninga þá hafðist þetta nú, en eins og sést á myndinni hér að neðan þá fór sko ekki einn millimeter til spillis í skottinu!
Tíminn í bílnum var nýttur vel en á myndinni hér að neðan eru þær Guðlaug og Hulda að brjóta saman símaskrá okkar íslendinga. Henni ætlum við svo að dreifa til útlendinganna í von um að einhver hringi í okkur.
Hér má svo sjá þá Helga og Sölva vera að taka farangurinn út úr skottinu eftir langan bíltúr til Turku.
Við Guðlaug mingluðum töluvert með dönskum frændum okkar og fannst gaman. Við ákváðum að fara á Indverskan veitingastað. Þar kom karlmennskan berlega í ljós því allir karlmennirnir við borðið ákváðu að panta þá rétti sem voru merktir á matseðli með þremur chili gæjum. Og svo svitnuðu menn, það losnaði um kvefið, það loguðu munnar og án nokkurs vafa þá hafa verið eldglæringar í klósettferðum hjá einhverjum!
Bo - Rene - Sabrina - Sören - Guðlaug - (Tryggvi tók myndina)
Sá stuttu tími sem liðinn er af heimsókn okkar til Turku hefur verið frábær og verða næstu dagar vafalítið enn betri.
Kveðjur,
Tryggvi og Guðlaug