Varðveisla sögunnar

Um daginn sátum við félagar í JCI Esju á námskeiði í fundarritun, eins og kemur fram í þessari frétt um tifandi tímasprengju komumst við að því hvað það skiptir miklu máli fyrir söguna félaga að það sé til gögn um söguna.

Ég skrifaði hugleiðingu í dag á Deigluna, sem er komin fram í hugleiðingum úr þessu námskeiði.

Í námskeiðinu var bent á hversu mikils virði fundargerðir eru sögu hvers félags. Ég lagði til þarna að það væri ekki síður mikilvægt að við varðveittum myndir. Ég lagði til að gerð yrði sérstök staða ljósmyndarar hjá JCI.  Hans hlutverk yrði að koma gögnum í örugga geymslu af þeim viðburðum sem eru hjá félaginu, safna saman þeim myndum sem aðrir taka í góðri upplausn og koma þeim sömuleiðis í örugga geymslu.

Þetta skiptir allt máli fyrir sögu félaga. 


mbl.is Tifandi tímasprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband