6.2.2008 | 09:50
Nýir félagar teknir inn
Stjórnin vill óska nýjum félögum til hamingju með frábæra ræðukeppni. Við erum mjög ánægðir að sjá svona sterkan hóp koma inn í félagið okkar. Framundan er fjölbreytt dagskrá og vonandi eitthvað sem þið getið fundið þar við ykkar hæfi.
Hér má sjá mynd af nýju félögunum
Fólkið á myndinni frá vinstri:
Sigurður Forseti JCI Esju, Ingibjörg, Aðalbjörg, Guðlaug, Elías, Þórhildur, Björn, Birgit Forseti JCI Ísland og Árni.
Fyrir hönd stjórnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 12:04
Kveðjur frá Grikklandi
Einn af strákunum í stjórninni (Tryggvi Freyr) er staddur í Aþenu á stórkostlegu, alþjóðlegu námskeiði; Media and Communication Masterclass. Íslandi tókst að lauma tveimur þáttakendum á námskeiðið en með Tryggva er Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir, Landsritari.
Þau senda bæði bestu kveðjur til allra úr sumarylnum við miðjarðarhafið!
p.s. hótelið sem þau eru á er við hliðina á Akropolishæð (sjá mynd)
31.1.2008 | 12:04
Skemmtilegur félagsfundur
Í gær hélt JCI Esja sinn mánaðarlega félagsfund, en á fundinum var meðal annars framadagar kynntir, en framadagar eru árlegur viðburður haldinn af Aisec. Undanfarið ár hefur JCI verið þáttakandi á Framadögum og kynnt starfið sitt og reglulega haldið námskeið.
Einnig var JCI eWorld kynnt, en það ef nýtt tengslaneta og hópvinnukerfi í boði JCI International, til að efla samstarf á milli JCI félaga um heiminn.
Sögur úr bakaríinu voru sagðar, og velti Sigurður forseti því fyrir sér afhverju Danir væru frændur okkar.
Að lokum voru námskeið og dagskrá framundan kynnt, var það meðal annars fundarritunarnámskeið og heimsókn þýskra vina og þorrablót.
Tómas Hafliðason
Fráfarandi Forseti JCI Esju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 10:09
Nýju fötin keisarans
Var á mjög skemmtilegu ræðunámskeiði hjá JCI Esju í gær, þar áttu þáttakendur að halda svokallaða söluræðu. Þáttakendur eru hvattir til þess að búa til eitthvað nýtt og nota ímyndunaraflið til þess að framkvæa áhrif. Einn þáttakandinn ákvað að kynna fyrir fólki lausn til þess kæla vatn með ákveðnum pillum, en það færu ákveðin efnahvörf af stað.
Það er skemmst frá því að segja að sagan var mjög vel spunninn, gestir fengu bæklinga og sýnt var glas. Söluræðan var mjög sannfærandi og þegar þetta var lokið voru menn efins, bæði vegna þess að sýnt var box (sem var mjög vel gert) og bæklingar með mjög sannfærandi texta.
Svo þegar efasemdaraddir komu stóð öllum til boða að nota þetta, og endilega að prufa. Það var því fyndin uppgötvun, þegar menn störðu á þetta og ekkert gerðist nema að taflan leystis upp og einhver fattaði að þetta var gabb.
Þá leið mönnum eins og keisaranum forðum daga.
Þó (sem betur fer fyrir viðkomandi) var enginn sem taldi sig "finna fyrir kælingunni".
Mjög skemmtileg ræða og spuni, þar sem algjör meistari var greinilega á ferðinni.
Tómas Hafliðason
fráfarandi forseti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 13:21
Námskeiðin á þessu ári
Nú er búinn að kynna dagskrá ársins fyrir félagsmönnum og leist viðstöddum vel á. Fyrir ykkur sem sáuð ykkur ekki fært að mæta þá birtum við hér lista yfir þau námskeið sem fyrirhuguð eru á árinu. Þess má þó geta að dagskráin er fljótandi vinnuplagg og því geta námskeið færst til og þeim getur fjölgað eða fækkað enda á eftir að fá staðfestingar frá leiðbeinendum.
Námskeið árið 2008
Janúar: Ræða I
Febrúar: Fundarritun - Platínureglan
Mars: Viðskiptaklúbbur, námskeið I - Fundarstjórn á félagsfundum - Fundarsköp og stjórnun funda
Apríl: Brjóstsykurgerð - JCI Presenter og JCI Trainer - Tímastjórnun og skipulag
Maí: Viðskiptaklúbbur, námskeið II - Ræða I
Júní: Táknmál líkamans - Konfektgerð
Júlí: Viðskiptaklúbbur, námskeið 3 - Ótilgreint námskeið(tilkynnt síðar)
Ágúst: Samspil hópsins - Ótilgreint námskeið(tilkynnt síðar)
September: Ræða I - Viðskiptaklúbbur, námskeið 4 - Tengslanet
Október: Platínureglan - Ræðutækni - Gefðu mér gaum
Nóvember: Viðskiptaklúbbur, námskeið 5 - Jólaföndur og skreytingar
Desember: Jólasælgætisgerð
Viðskiptaklúbburinn verður með þessi námskeið:
Stofnun fyrirtækja
Fjármál og rekstur fyrir byrjendur
Áhrifarík sölumennska
Markaðsmál og auglýsingar
e-branding og e-marketing
Nákvæmar innihaldslýsingar á námskeiðum, lengd þeirra, uppl. um leiðbeinendur og fleira verður birt á heimasíðu Esjunnar á næstu dögum.
Stjórnin
23.1.2008 | 23:49
Góður fundur
Í kvöld var haldinn kynningarfundur JCI Esju á starfinu félagsins næsta starfsár. Á dagskrá eru 26 fjölbreytt námskeið. Námskeiðin voru mjög fjölbreytt og óhætt að segja að námskeiðin séu mjög fjölbreytt. Nokkur dæmi eru námskeið í sælgætisgerð, jólaskreytingarnámskeið, ræðunámskeið og ýmis fjármálanámskeið.
Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir svo sem oktoberfest og ráðstefna um framtíð JCI.
Það er alveg ljóst að þetta er mjög mentðarafull áætlun hjá nýrri stjórn.
Tómas Hafliðason
23.1.2008 | 16:35
Kynningarfundur í kvöld - Starf Esjunnar 2008
JCI Esja mun kynna dagskrá vetranins á vinnufundi í kvöld. Dagskráin hefur verið í vinnslu hjá stjórninni (og hjálparkokkum) og lítur hún einstaklega vel út. Eitt af því sem er hvað mest spennandi í dagskránni er að sjá þau 20-30 námskeið sem eru fyrihuguð. Fjölbreytnin verður því allsráðandi hjá Esjunni á þessu ári.
Á fundinum verða einnig kynntar nýjar hugmyndir á borð við Nordic Inovation, nýjungar í viðskiptaklúbbinum og mragt fleira.
Ég hvet sem flesta til að mæta á þennan fund því þarna er tækifærið til að hafa áhrif á og móta með okkur dagskrána fyrir árið.
Fundurinn verður klukkan 20:00 í húsnæði JCI Íslands, Hellusundi 3
Kveðjur,
Stjórnin
21.1.2008 | 17:03
Fyrsta færslan
Þetta er fyrsta færslan á þessu JCI Esju bloggin en hugmyndin er að hér geti stjórn sett inn hugleiðingar varðandi starfið og það sem er framunan.
Félagið heldur úti öflugri heimasíðu (jciesja.org), en þar verða áfram fréttir af atburðum.
Hins vegar er gert ráð fyrir að þær færslur sem hér verða inni verði óformlegri og meira í bloggstílnum.