15.1.2015 | 23:56
Upplýsingar um JCI Esju
Hætt hefur verið að upppfæra þetta blogg en ef þú vilt nálgast upplýsingar um JCI Esju eða JCI almennt þá bendum við á heimasíðuna okkar. www.jci.is.
1.2.2009 | 18:48
Alvöru rökfærsla
Langaði að deila með ykkur einni bestu rökfærslu sem ég hef heyrt lengi.
Um eðlisfræði og helvíti.
Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita?
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minnkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þá þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis.
Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við.
Þetta gefur okkur tvo möguleika:
1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýstingur að hækka þar allt fer til helvítis.
2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs.
Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Guðrún bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður kaldur dagur í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þeirrar staðreyndar að hún svaf hjá mér í gær þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið.
Hin hliðin á þessari kenningu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi kallaði Guðrún hvað eftir annað "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.
Kær kveðja
Egill G. Þorkelsson
Ritari JCI - Esju
S: 698 9691
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 19:57
Opið hús, Hellusund
Jæja núna er loksins komið af því, aftur. Við ætlum að halda opið hús, í Hellusundinu, reglulega á laugardögum á næstunni!
Opin hús verða með því sniði, að opið verður fyrir alla að mæta í Hellusund 3, á milli klukkan 13:00 og 16:00. Þar verður í boði frábær félagskapur, og ekki versnar hann þegar þið mætið á staðinn. ;-) ... ásamt ýmsum uppákomum og annarri afþreyingu.
Vil ég nefna það að á næstkomandi laugardag verða þau Hanna Björg og Siggi, með samkomu þar sem fólki er boðið upp á að koma með góð kreppuráð og setja þau í púkk. Þetta getur verið uppskriftum að ódýrum hafragraut, heillráð fyrir þá sem kunna að missa atvinnu á einum eða öðrum tímapunkti, og allt þar á milli.
Hanna hefur einnig í einskærri þolinmæði sinni boðist til þess að reyna kenna okkur sem kunna það ekki grunnatriði í prjónamennsku, en æskilegt er að þeir sem hafa áhuga á því komi með prjóna ásamt garni.
Þessi dagskrá er engin skyldumæting og er öllum vel frjálst að mæta að hvaða ástæðu sem er, án þess að taka þátt í fyrrum ákveðnum uppákomum, enda er félagskapurinn það góður að ekki skiptir nokkru máli hvað maður gerir. ;-)
Hlakka til að sjá ykkur öll á laugardaginn,
Hvort sem það verður í fyrra laginu eða seinna laginu ;-)
Bestu kveðjur
Egill G. Þorkelsson
8.11.2008 | 14:56
Laugardagur 8.november
Við erum búin að vera netlaus frá síðustu bloggfærslu þannig að nú verður bætt við helstu fréttum frá því við létum í okkur heyra síðast. Undirrituð fékk góða kosningu í stoðu IVP Kjersty frá Noregi var kjörinn EVP og mun sjá um Evrópu. Arna verður IVP í eftirtöldum löndum Ítalíu, Grikklandi, Belgíu, Frakklandi , Hollandi, Serbíu og Sloveníu. Umsjóarmaður Íslands í heimsstjórn er frá Indlandi. Mikið hefur verið spurt um efnahagsástandið á Íslandi og er JCI vinum okkar virkilega umhugað um að okkur gangi sem best og er það ósköp notalegt. Að venju hafa landsforseti og við takandi landsforseti setið stífa fundi og oft langt fram eftir kvöldi. Allar breytingar sem lágu fyrir þessu þingi hafa verið samþykktar og verður það talsverð vinna fyriri JCI Ísland að skoða sig í tengslum við breytingarnar en þær verða örugglega okkur öllum til góðs. Fráfarandi heimsforseti Graham Hanlon vinur okkar frá Írlandi hefur ekki verið heill heilsu og var lagður inná spítala í gær en það er reiknað með að hann muni samt sjá um verðlauna prógrammið í kvöld. Hugsið hlýtt til Grahams svo hann njóti litlu dótturinnar og eiginkonunnar þegar hann verður laus úr embættinu.
Mbk arna
7.11.2008 | 10:24
Fyrsti varaheimsforseti í 11 ár
Arna Björk Gunnarsdóttir hefur hlotið glæsilega kosningu í embætti Varaheimsforseta 2009 á heimsþinginu sem fram fer nú í Nýju Delhi á Indlandi.
Það eru um 11 ár síðan Ísland átti seinast fulltrúa í heimsstjórn JCI og erum við sannfærð um að Arna Björk á eftir að standa sig með glæsibrag í þessu embætti.
Óskum við Örnu Björk innilega til hamingju með þetta.
2.11.2008 | 19:12
Fyrsti dagur á Indlandi
Þessi dagur er búinn að vera ágæt kennslustund fyrir okkur Íslendingana hér sem komum í morgun með fluginu frá Bahrain til Delhi. Við lentum nú um 05:30 í morgun og mikið var nú gott að sjá strákana í COC eftir að við komum út úr tollinum. Þeir gengu frá fyrir okkur leigubíl uppá hótelið okkar og hjálpuðu okkur að ganga frá því öllu en þá fengum við kennslustund nr. 1 í dag. Það var s.s. hvaða leigubíll er valinn þegar þarf að koma fólki frá flugstöðinni t.d. - já þú heldur að það hafi verið sá fremmsti? nei nei nei, það var leigubíllinn inn á meðal nokkurra annarra! Já já - ekkert mál, bara að hnika bílnum smá fram og til baka osfrv. en þegar leigubílstjórinn okkar bakkaði og var ca 10 mm - já 1 cm - frá hinum bílnum við hliðina var þetta hnjask eiginlega orðið gott og sá sem var að aðstoða bílstjórann okkar að koma sér út úr röðinni stökk bara upp í hinn bílinn, ræsti hann og færði frá og þá var ekkert mál fyrir okkur að komast líka!!! Jæja, en þá er það kennslustund tvö í dag og það er hvernig maður keyrir bíl í Delhi. Ok - við vorum sammála um að það væri ekki fyrir okkur að keyra hér! Til að geta keyrt þarf maður þrennt (fyrir utan sjálfan bílinn s.s.) það er: 1. Góðar bremsur, 2. Góða flautu, 3. Heppni !
Frekari upplýsingar um Indlandsferðina á heimsíðu Birgit Raschhofer, Landsforseta.
10.10.2008 | 15:12
Nýsköpun hjá Nýju aðildarfélagi JCI á krepputímum
Eins og flestir Esjufélagar ættu að vita þá hafa þau Tryggvi og Guðlaug (Esjufélagar) unnið hörðum höndum að því að stofnseta nýtt JCI félag í Hafnarfirði undir nafninu JCI Keilir.
Hér er færsla sem tengist þessu af blogginu hans Tryggva:
Nýsköpun og tækifæri á krepputímum
Það er ljóst að samfélagið nötrar þessa dagana vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa á fjármálamarkaði. Fjömargir hafa nú þegar misst vinnuna og vafalítið margir sem eiga eftir að bætast í þann hóp.
Það dugr þó lítið að setja alla orku og einbeitingu í að einblína á svartnættið heldur verða menn einfaldlega að setja sér að leita uppi þau fjölmörgu tækifæri sem leynast víða.
Eitt af því besta sem finnst á krepputímum er starfsemi JCI en hún veitir einstaklingum fjölmörg tækifæri til að efla og bæta eigin hæfni og leiðtogahæfileika. JCI hefur einnig sterk tengsl við svið nýsköpunar hér á landi en er auk þess með gríðarlega stórt tengslanet um allan heim, en JCI er starfrægt í meira en 5.000 aðildarfélögum í á annað hundrað löndum. Einungis Rauði krossinn, sameinuðu þjóðirnar og ólympíusambandið er starfrækt í fleiri löndum.
Ég hvet því unga og drífandi einstaklinga á aldrinum 18-40 ára að kynna sér starfsemi JCI á Íslandi og erlendis (www.jci.is og www.jci.cc) - En einnig hvet ég áhugasama um að kynna sér nýtt aðildarfélag sem er í stofnum en starfssvið þess verður fyrst og fremst á Alþjóðasviði, Viðskiptasviði og Samfélagssviði.
TAKTU ÞÁTT Í NÝJUM ÁFANGA JCI Á ÍSLANDI
Föstudaginn 10. október, kl 19:45, verður stofnun JCI Keilis í menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði.
Heiðursgestur viðburðarins er Dr. Erol User frá Tyrklandi en hann er hingað kominn í boði forseta Íslands til að vera viðstaddur bleiku slaufuna (Pink ribbon ball).
Það væri okkur sönn ánæga ef þú gætir séð þér fært að koma á þennan viðburð og heiðrað bæði Dr. Erol User og Junior Chamber Internationalmeð nærveru þinni.
Það er mikilvægt fyrir nýtt félag að fá sem flestaá stofnfund þess því það veitir félaginu aukinn kraft, auk þess sem nýir félagar fá innblástur og hvatningu af þeim stuðningi sem nærvera kraftmikilla einstaklinga veitir.
Dagskrá stofnfundar:
19:45 Opið hús
20:00 Dr. Erol User flytur erindi
20:25 Tryggvi Freyr Elínarson, einn af stofnendum JCI Keilis kynnir félagið, starfsvettvang þess og verkefnin framundan
20:40 Andri Heiðar Kristinsson, stofnandi Innovit frumkvöðlaseturs flytur erindi
20:55 Landsforseti JCI Íslands ávarpar samkomuna
21:00 Hlé gert á fundinum. Dr. Erol User yfirgefur samkomuna ásamt þeim gestum sem vilja.
Eftir stutt hlé taka við hefðbundin stofnfundarstörf, s.s. val bráðabirgðastjórnar, samþykkt lög, inntaka nýrra félaga o.fl.
Gestum er velkomið að fylgjast með þessum hluta hafi þeir áhuga.
Fyrir hönd stofnenda JCI Keilis,
Tryggvi Freyr Elínarson
tryggvi(hjá)gottval.is
5.9.2008 | 23:01
Frábær skemmtun í Frankfurt
5.9.2008 | 01:22
Ræðunámskeið JCI Esju að hefjast
Verð á námskeiðinu er 36 þúsund, en nemendum er boðinn 50% afslátt.
Frekari upplýsingar eru að finna á heimasíu félagsins: JCI Ræðunámskeið.
2.9.2008 | 16:30
Söfnum fyrir Nothing But Nets!
Kæri JCI félagi.
Malaría verður meira en 800.000 börnum að bana á ári hverju í Afríku!
Við erum að hefja verkefni sem bjargar börnum frá vísum dauða, en með kaupum á malaríu neti getum við lagt okkar af mörkum en fyrir tæpar 1000 kr er hægt að bjarga heilli fjölskyldu!
Þetta verkefni er í tengslum við hið alþjóðlega JCI Nothing But Nets verkefni sem unnið er í samstarfi við Sameinuðu Þjóðirnar (sjá http://www.jci.cc/nothingbutnets/).
Fyrsti liður verkefnisins
Fyrir fyrsta lið verkefnisins vantar okkur 30 sjálfboðaliða til þess að manna hlaup, þ.e. sjá um brautarvörslu, drykkjarstöðvar og setja upp og taka niður græjur tengdar hlaupinu.
Hlaupið fer fram 11. september kl. 16.30 og vinna hefst á bilinu 15:45 og er lokið um kl 18.
Þetta er því aðeins um tveggja stunda vinna.
Auk þess þarf að mæta á starfsmannafund nokkrum dögum fyrr en tímasetning á hann verður auglýst síðar.
Þetta er auðvelt starf sem allir geta unnið, ungir sem aldnir og því um að gera að hvetja vini og fjölskyldu til þess að vera með.
Ert þú tilbúin(n) til þess að láta gott af þér leiða í verkefni til bjargar mannslífum í Afríku?
Næstu liðir þessa verkefnis verða svo kynntir síðar.
Skráningar og fyrirspurnir sendist á Guðlaugu á gudlaug@mentis.is fyrir föstudaginn 5. september.