Fyrsti dagur á Indlandi

Þessi dagur er búinn að vera ágæt kennslustund fyrir okkur Íslendingana hér sem komum í morgun með fluginu frá Bahrain til Delhi.  Við lentum nú um 05:30 í morgun og mikið var nú gott að sjá strákana í COC eftir að við komum út úr tollinum.  Þeir gengu frá fyrir okkur leigubíl uppá hótelið okkar og hjálpuðu okkur að ganga frá því öllu en þá fengum við kennslustund nr. 1 í dag.  Það var s.s. hvaða leigubíll er valinn þegar þarf að koma fólki frá flugstöðinni t.d. - já þú heldur að það hafi verið sá fremmsti?  nei nei nei, það var leigubíllinn inn á meðal nokkurra annarra!  Já já - ekkert mál, bara að hnika bílnum smá fram og til baka osfrv. en þegar leigubílstjórinn okkar bakkaði og var ca 10 mm - já 1 cm - frá hinum bílnum við hliðina var þetta hnjask eiginlega orðið gott og sá sem var að aðstoða bílstjórann okkar að koma sér út úr röðinni stökk bara upp í hinn bílinn, ræsti hann og færði frá og þá var ekkert mál fyrir okkur að komast líka!!!  Jæja, en þá er það kennslustund tvö í dag og það er hvernig maður keyrir bíl í Delhi.  Ok - við vorum sammála um að það væri ekki fyrir okkur að keyra hér!  Til að geta keyrt þarf maður þrennt (fyrir utan sjálfan bílinn s.s.) það er: 1. Góðar bremsur, 2. Góða flautu, 3. Heppni ! 

Frekari upplýsingar um Indlandsferðina á heimsíðu Birgit Raschhofer, Landsforseta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband