11.2.2008 | 13:14
Kanntu að rita fund?
Fundarritunarnámskeið JCI - Esju verður haldið þann 18. og 21. febrúar næstkomandi, þ.e. mánudags og fimmtudagskvöld, klukkan 20:00 bæði skiptin. Þetta námskeið er ómissandi fyrir hvern sem hefur nokkurn áhuga á skrifuðu efni, skipulagi, fundarritun og því að koma frá sér efni og upplýsingum á sem skilvirkastan hátt.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er engin önnur en Arna Björk Gunnarsdóttir, og hefur hún leiðbeint fundarritunarnámskeiðum vítt og breitt. Þetta er gullið tækifæri til að komast loksins að því hvernig maður á í ósköpunum að koma öllum þeim ákvörðunum og hugmyndum sem fjallað er um á ófáum fundum (húsfundir, stjórnarfundir, undirbúningsfundir, félagsfundir & margt fleira) sem flest fólk situr við á einum eða öðrum tímapunkti í lífi sínu.
Námskeiðsgjald:
8000 kr.
0 kr. Fyrir JCI Félaga
Skráning er hjá Sigurði Sigurðsson, "forseta JCI - Esju"
Sími: 8699024
Póstfang: ssigurds@khi.is
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Vá hvað þetta er töff mynd :D
Kjartan (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 14:30
Er þetta ekki rithöndin þín Kjartan? Ritari hlýtur að hafa ritað þetta fyrir fundarritunarnámskeið... ;)
Tryggvi (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.