Færsluflokkur: Menntun og skóli

Tímastjórnun og skipulag

Fyrir allan þann fjölda einstaklinga sem eiga við frestunaráráttu að stríða, sem og þá sem eiga erfitt með að skipuleggja sig, eða vilja hreinlega ná meiri árangri í tímastjórnun. Þá mæli ég tvímælalaust með námskeiði hjá viðskiptaklúbbnum okkar. Eitt af þeim fjölmörgu námskeiðum sem JCI Esja er með á þessu ári er einmitt námskeiðið "Tímastjórnun og Skipulag"

Hvet því alla til að kynna sér hið frábæra starf sem er inna JCI hreyfingarinnar.

Umsjónarmaður námskeiða JCI Esju 


mbl.is Óþolinmóðir koma litlu í verk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanntu að rita fund?

Fundarritunarnámskeið JCI - Esju verður haldið þann 18. og 21. febrúar næstkomandi, þ.e. mánudags og fimmtudagskvöld, klukkan 20:00 bæði skiptin. Þetta námskeið er ómissandi fyrir hvern sem hefur nokkurn áhuga á skrifuðu efni, skipulagi, fundarritun og því að koma frá sér efni og upplýsingum á sem skilvirkastan hátt.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er engin önnur en Arna Björk Gunnarsdóttir, og hefur hún leiðbeint fundarritunarnámskeiðum vítt og breitt. Þetta er gullið tækifæri til að komast loksins að því hvernig maður á í ósköpunum að koma öllum þeim ákvörðunum og hugmyndum sem fjallað er um á ófáum fundum (húsfundir, stjórnarfundir, undirbúningsfundir, félagsfundir & margt fleira) sem flest fólk situr við á einum eða öðrum tímapunkti í lífi sínu.

Námskeiðsgjald:
8000 kr.
0 kr. Fyrir JCI Félaga

Skráning er hjá Sigurði Sigurðsson, "forseta JCI - Esju"
Sími: 8699024
Póstfang: ssigurds@khi.is


Kveðjur frá Grikklandi

Einn af strákunum í stjórninni (Tryggvi Freyr) er staddur í Aþenu á stórkostlegu, alþjóðlegu námskeiði; Media and Communication Masterclass. Íslandi tókst að lauma tveimur þáttakendum á námskeiðið en með Tryggva er Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir, Landsritari.

Þau senda bæði bestu kveðjur til allra úr sumarylnum við miðjarðarhafið!
p.s. hótelið sem þau eru á er við hliðina á Akropolishæð (sjá mynd)

acropolis_athens_greece_ert

Stjórnin...


Námskeiðin á þessu ári

Nú er búinn að kynna dagskrá ársins fyrir félagsmönnum og leist viðstöddum vel á. Fyrir ykkur sem sáuð ykkur ekki fært að mæta þá birtum við hér lista yfir þau námskeið sem fyrirhuguð eru á árinu. Þess má þó geta að dagskráin er fljótandi vinnuplagg og því geta námskeið færst til og þeim getur fjölgað eða fækkað enda á eftir að fá staðfestingar frá leiðbeinendum.

Námskeið árið 2008

Janúar: Ræða I
Febrúar: Fundarritun - Platínureglan
Mars: Viðskiptaklúbbur, námskeið I -  Fundarstjórn á félagsfundum - Fundarsköp og stjórnun funda
Apríl: Brjóstsykurgerð - JCI Presenter og JCI Trainer - Tímastjórnun og skipulag
Maí: Viðskiptaklúbbur, námskeið II - Ræða I
Júní: Táknmál líkamans - Konfektgerð
Júlí: Viðskiptaklúbbur, námskeið 3 - Ótilgreint námskeið(tilkynnt síðar)
Ágúst: Samspil hópsins - Ótilgreint námskeið(tilkynnt síðar)
September: Ræða I - Viðskiptaklúbbur, námskeið 4 - Tengslanet
Október: Platínureglan - Ræðutækni - Gefðu mér gaum
Nóvember: Viðskiptaklúbbur, námskeið 5 - Jólaföndur og skreytingar
Desember: Jólasælgætisgerð

Viðskiptaklúbburinn verður með þessi námskeið:
Stofnun fyrirtækja
Fjármál og rekstur fyrir byrjendur
Áhrifarík sölumennska
Markaðsmál og auglýsingar
e-branding og e-marketing

Nákvæmar innihaldslýsingar á námskeiðum, lengd þeirra, uppl. um leiðbeinendur og fleira verður birt á heimasíðu Esjunnar á næstu dögum.

Stjórnin


Kynningarfundur í kvöld - Starf Esjunnar 2008

JCI Esja mun kynna dagskrá vetranins á vinnufundi í kvöld. Dagskráin hefur verið í vinnslu hjá stjórninni (og hjálparkokkum) og lítur hún einstaklega vel út. Eitt af því sem er hvað mest spennandi í dagskránni er að sjá þau 20-30 námskeið sem eru fyrihuguð. Fjölbreytnin verður því allsráðandi hjá Esjunni á þessu ári.

Á fundinum verða einnig kynntar nýjar hugmyndir á borð við Nordic Inovation, nýjungar í viðskiptaklúbbinum og mragt fleira.

Ég hvet sem flesta til að mæta á þennan fund því þarna er tækifærið til að hafa áhrif á og móta með okkur dagskrána fyrir árið.

Fundurinn verður klukkan 20:00 í húsnæði JCI Íslands, Hellusundi 3

Kveðjur,
Stjórnin


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband