Færsluflokkur: Menntun og skóli

Verstu brúðkaupsræðurnar

MSN.com fjallar um nokkrur skemmtileg atvik sem hafa komið upp í brúðkaupsræðum.

Brúðkaupsræðunámskeið JCI Esju slógu í gegn fyrr í sumar, þar var meðal annars bent á hluti sem á ekki að segja í brúðkaupsræðum. Við sem leiðbeindum, höfðum ekki einu sinni ímyndunarafl í svona.

Skemmtileg heimsókn

Einn af kostum þess að vera JCI félagi er að JCI er í flestum löndum og borgum heimsins, og alltar er hægt að leita til annara JCI félaga um móttöku.

Sama gildir að sjálfsögðu á Íslandi, þegar erlendir JCI félagar eiga leið um hingað.  Í gær tókum við í JCI Esju á móti vinum úr JCI London.  

Dagurinn byrjaði með kynnisferð um Reykjavík og nágrenni og endaði svo með skemmilegum kvöldverð með fjölda JCI félaga.

Í framhaldi ætla Marco og Rash að keyra um landið næstu daga. 

 


Skemmtilegur dagur

Þjóðhátíðardagurinn er alltaf skemmtilegur hjá JCI, og sama var um þennan daginn.  JCI var með tjald eins og undanfarin ár en undanfarin ár.  Þetta hefur verið í höndum JCI GK sem sá um þetta skipulanginguna.

Þetta fer að verða fastur liður hjá mörgum JCI félögum, koma niður í bæ og vinna saman í skemmtilegum félagsskap í nokkra tíma.  Blöðrusalan er mjög skemmtilegt verkefni og gaman að færa börnunum blöðrurnar sínar.

Við JCI félagar fylgdumst svo með því í þráðbeinni þegar einhver ákvað að klifra upp á stjórnarráðið og flagga fána.  

kveðja 

Tómas

Fráfarandi forseti 


mbl.is Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En góð brúðkaupsræða?

Ætli það verði boðið upp á brúðkaupsræður í brúðkaupinu?  Maður hefur oft á tilfinningunni að það sé fyrst og fremst boðið upp á innihaldslausa skemmtikrafta en ekki persónuleg brúðkaup. 

Ætli Ronnie haldi brúðkaupsræðu

Tómas fráfarandi forseti 


mbl.is Boðið upp á dverga í brúðkaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brúðkaupsræður í mogganum

Morgunblaðið birti í dag viðtal við Tómas Hafliðason, fráfarandi forseti JCI Esju, en undanfarið hefur Tómas kynnt brúðkaupsræðunámskeið JCI Esju í fjölmiðlum.   

brukaup


Plássið í bílaleigubílnum...

Ekki voru allir sem nenntu að fara með rútunni til Turku. Við vorum því 5 sem ákváðum að leigja okkur bílaleigubíl og ferðast þannig. Hugmyndin var góð en það er óhætt að segja að við höfum svitnað aðeins þegar við stóðum fyrir framan volvoinn, fimm manns með 6 stórar töskur og eitt risa golfsett.. og allt átti þetta að fara inn í einn og sama bílinn. Eftir mikið puð og mikla útreikninga þá hafðist þetta nú, en eins og sést á myndinni hér að neðan þá fór sko ekki einn millimeter til spillis í skottinu!

jcibill skottid

Tíminn í bílnum var nýttur vel en á myndinni hér að neðan eru þær Guðlaug og Hulda að brjóta saman símaskrá okkar íslendinga. Henni ætlum við svo að dreifa til útlendinganna í von um að einhver hringi í okkur.
bilvinna

Hér má svo sjá þá Helga og Sölva vera að taka farangurinn út úr skottinu eftir langan bíltúr til Turku.
toskurnar

Við Guðlaug mingluðum töluvert með dönskum frændum okkar og fannst gaman. Við ákváðum að fara á Indverskan veitingastað. Þar kom karlmennskan berlega í ljós því allir karlmennirnir við borðið ákváðu að panta þá rétti sem voru merktir á matseðli með þremur chili gæjum. Og svo svitnuðu menn, það losnaði um kvefið, það loguðu munnar og án nokkurs vafa þá hafa verið eldglæringar í klósettferðum hjá einhverjum!
indland
Bo - Rene - Sabrina - Sören - Guðlaug - (Tryggvi tók myndina)

Sá stuttu tími sem liðinn er af heimsókn okkar til Turku hefur verið frábær og verða næstu dagar vafalítið enn betri.

Kveðjur,
Tryggvi og Guðlaug


Brúðkaupsræður í útvarpinu

Undanfarið höfum við kynnt brúðkaupsræðurnar í útvarpinu, í seinustu viku vorum við á Bylgjunni og í dag var svo mætt í morgunútarpið á rás 2.

Viðtalið á Bygljunni

Viðtalið á RÚV (byrjar á tæplega miðri stiku)


Brúðkaupsræður

Í gær sendi JCI Esja frá sér fréttatilkynningu út af brúðkaupsræðunámskeið sem félið er að halda, við gerðum ráð fyrir að í fyrra hefðu 1700 brúðhjón gift sig, út frá tölum undanfarinna ára.  Við vorum svona nálægt því þegar í ljós kemur að 1708 pör giftu sig.

Ástæðan fyrir því að við fórum af stað með þetta námkskeið er að í svo mörgum tilfellum sem fólk þarf að halda ræðu í brúðkaupi og er ekki tilbúið að gera það.   Þetta er það tilefni þar sem fólk vil standa sig vel, en hefur jafnvel ekki þurft áður að halda ræðu eða mjög langt var síðan fólk hélt seinustu ræðu.  

Námskeiðinu er ætlað að aðstoða við að undirbúa og aðstoða fólk við skrifin og við að flytja þessar ræður.

Skráning er á http://www.jciesja.org/index.php?page=brudkaupsnamskeid

 


mbl.is 1708 pör gengu í hjónaband í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr sentator JCI Esju

Um helgina var hátíðarfundur JCI Esju, en það er árlegur viðburður. Að þessu sinni var hátíðarfundurinn haldinn með JCI GK.  Veislan var hin skemmtilegasta, og þótt hún hafi endað með að gestir hafi verið færðir til vegna þess að vertinn treysti ekki rafmagnskerfinu á staðnum, þar sem ljósinn blikkuðu stöðugt.

Hápunktur gleðinnar fyrir Esju var þegar Loftur Már Sigurðsson var gerður að Senator.  En hjá JCI GK, var einnig útnefndur senator en það var Sólbjörg.

Tómas Hafliðason

Fráfarandi forseti 


Góð ræðuhelgi

Um helgina var haldin Nordic Debate Weekend, en JCI Esja var annað af tveimur félögum sem stóðu að þessum viðburði.   Alls voru tæplega 20 þáttakendur, þar af 5 erlendir gestir sem voru komnir til landsins í þeim einum tilgangi að taka þátt í ræðumennsku með íslendingum.

Til landsins kom einnig  Carlo van Tichelen, IG leiðbeinandi og ræðuþjálfari sem sá um þjálfunina, en Carlo hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum æfingum og er sérfræðingur í öllu sem snýr að rökræðu og ræðukeppnum.   Hann sá meðal annars um ræðuþjálfun fyrir JCI á heimsþingi, við góðan orðstí.

Fyrir okkur í Esjunni voru þetta góðar fréttir og alveg öruggt að við höfum lært ýmislegt á þessari helgi, fyrir vikið eigum við eftir að bjóða sterkari lið í ræðukeppninni hérna heima.  Um þessar mundir er JCI Esja með tvö ræðulið í gangi, þetta var því góð æfing fyrir félaga í JCI Esju.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband