Færsluflokkur: Bloggar

Brjóstsykursgerð á Menningarnótt 2008

Viltu sjá brjóstsykur búinn til og fá að smakka?
Á laugardaginn verður Guðlaug frá nammiland.is (og Esjufélagi með meiru) í húsakynnum JCI við Hellusund 3, 101 Reykjavík. Þar ætlar hún að laga brjóstsykur og leyfa gestum og gangandi að smakka nýgerða, gómsæta mola auk þess sem hægt er að sjá allt ferlið. Heimalagað slikkeri svíkur engann!

Hvenær: Laugardaginn 23. ágúst frá 14:00-16:00
Hvar: JCI Húsinu, Hellusundi 3, 108 Reykjavík
Kostar: 0 kr

Þýsk-Ungverska kvöldið í Turku

Það eru sennilega fáir flinkari en þjóðverjar í matar og drykkjuveislum en þýska kvöldið í gærkveldi var gjörsamlega magnað. Húsnæðið var sjarmerandi og skapaði mikla stemmningu og ekki spillti lifandi tónlist í bland við þýskar guðaveigar og pylsur.

Hér ero nokkrar myndir frá þessu frábæra kvöldi.

german1

german3

german2

german4


Keppni í mælsku

Í gær fór fulltrúi okkar og keppti í mælskukeppni einstaklinga (á Evrópuþinginu í Turku). Eins og flestir vita þá var okkar fulltrúi Guðlaug Birna Björnsdóttir (JCI Esju) en hún stóð sig hreint ótrúlega vel. Svo vel að fólk kom aðvífandi úr öllum áttum (keppendur og áheyrendur) til að segja henni að hún hefði "hreyft við sér" og "náð að snerta strengi". Ein eldri kona í salnum kom hreinlega með tárin í augun til að segja henni hve vel hún hefði staðið sig og hvað innihaldið í ræðunni væri gott og hefði snert hana djúpt.

Lauga_speak

Ræðusnilli Guðlaugar dugði þó ekki til sigurs en dómarar voru greinilega á höttunum eftir einhverju öðru en enn einum sigri íslendinga í keppninni.

Til hamingju með frammúrskarandi árangur Guðlaug!


Opnunarhátíð og Finnska kvöldið

Opnunarhátíðin á Evrópuþinginu í Turku var í fyrrakvöld (miðvikudag) og var ágæt. Ekki það mest spennandi að hlusta á hátíðarræður og formlegheit en fögur fyrirheit Finna um drykkju og átveislu beint á eftir gerði þetta að hinni ágætis skemmtun. Það spillti heldur ekki fyrir að formlegheitin voru stutt.

 Finnska1

Eftir hina formlegu opnun var hið svokallaða "Finnskt kvöld" og var þar mikið um dýrðir. Matur úr öllum heimshornum og guðaveigarnar gjörsamlega fljótandi út um allt. Hátindur kvöldsins var klárlega Karaoke keppnin sem Sigurður og Kjartan tóku þátt. Það má með sanni segja að þeir hafi staðið sig vel sem fulltrúar íslands og verið okkur til sóma. Guðaveigarnar voru greinilega búnar að mýkja raddböndin og losa um hömlur.

Finnska2
Hér má sjá Kjarta og Sigurðu syngja Love Shack með B 52's


MEGA Gleðskapur

JCI Esja býður félagsmönnum og öðrum JCI félögum til gleðskapar í húsi JCI Íslands í kvöld.

drinksHúsið opnar 20:00 og stendur vitanlega langt fram á nótt eins og venja er.
Við hvetjum sem flesta til að mæta enda veitingar í boði Esjunnar. Loftur mun að sjálfsögðu blanda sína landsfrægu Ofurbollu sem allir ættu að vera farnir að þekkja.

Um klukkan 22:00 ætla ég (Tryggvi) að koma með óvænta tilkynningu frá stjórninni sem allir JCI félagar á landinu vilja eflaust fá að vera vitni af :) ...spennandi spennandi...

Hlakka til að sjá ykkur sem flest í kvöld,

F.h. Stjórnar,
Tryggvi Freyr Elínarson


Esjuvarpið

Nú er búið að uppfæra Esjuvarpið, en þar eru núna nokkur ný myndskeið.
Þar á meðal eru skeið með Allan Pease (Mr. Bodylanguage), Jack Canfield höfundar The Success Principles og Chicken Soup for the Soul.

Endilega kíkið á Esjuvarpið


Síðustu skráningar á Platínuregluna

Nú eru síðustu forvöð á að skrá sig á Platínuregluna
Endilega sendið okkur póst á esja@jci.is ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur á námskeiðið.

Staðfestar skráningar:
Helgi Guðmundsson
Egill Gauti Þorkelsson
Tryggvi Freyr Elínarson
Kjartan Hansson
Guðlaugur Lárus Finnbogason
Tindur Jensson
Guðlaug Birna Björnsdóttir
Þórhildur Halldórsdóttir
Jóakim Snær Sigurðarson
Hanna Björg Egilsdóttir
Hörður Helgi Tryggvason
Kristín Hákonardóttir
Kári S. Friðriksson
Haukur Hólmsteinsson
Gunnar Hólmsteinn
Guðmundur Guðlaugsson
Ingi Hilmar
Jón Eðvald
Jóhann Pétur Guðvarðarson

Langar að mæta en er ekki 100%
Magnús Blöndal

Platinureglan_72dpi


Platínureglan - Skemmtileg og áhrifarík

Við viljum minna fólk á námskeiðið Platínureglan á miðvikudaginn klukkan 20:00

Þetta er eitt skemmtilegasta námskeiðið sem JCI Esja býður upp á og ættu allir að skella sér.
Platínureglan er náskild Myers-Briggs persónuleikagreiningunni og er jafn skemmtileg.
Þeir sem vilja:
Ná betri árangri í samskiptum
Vera meira sannfærandi
Ná meiri árangri í sölumennski
Vera hæfari yfirmaður
og svo margt annað... ættu tvímælalaust að skrá sig strax: esja@jci.is

Gullmoli:
"Ekki koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig,
komdu heldur fram við aðra eins og þeir vilja láta koma fram við sig!"

Staðsetning : Sjálfstæðissalurinn í Grafarvogi (sama hús og Nóatún, annar inngangur)


Varðveisla sögunnar

Um daginn sátum við félagar í JCI Esju á námskeiði í fundarritun, eins og kemur fram í þessari frétt um tifandi tímasprengju komumst við að því hvað það skiptir miklu máli fyrir söguna félaga að það sé til gögn um söguna.

Ég skrifaði hugleiðingu í dag á Deigluna, sem er komin fram í hugleiðingum úr þessu námskeiði.

Í námskeiðinu var bent á hversu mikils virði fundargerðir eru sögu hvers félags. Ég lagði til þarna að það væri ekki síður mikilvægt að við varðveittum myndir. Ég lagði til að gerð yrði sérstök staða ljósmyndarar hjá JCI.  Hans hlutverk yrði að koma gögnum í örugga geymslu af þeim viðburðum sem eru hjá félaginu, safna saman þeim myndum sem aðrir taka í góðri upplausn og koma þeim sömuleiðis í örugga geymslu.

Þetta skiptir allt máli fyrir sögu félaga. 


mbl.is Tifandi tímasprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Seinni hluti fyrstu umferðar í rökræðukeppni JCI mun fara fram núna á laugardaginn.

Þar munu etja kappi JCI Esja og JCI Reykjavík. Umræðuefnið er hvort það eigi að skilja að ríki og kirkju. JCI Esja er leggur til að svo verði en JCI Reykjavík er á móti

Rökræðukeppnin verður haldin í Sjálfstæðissalnum í Grafarvogi, laugardginn 1. mars og hefst hún klukkan 13:00 stundvíslega.

Vonumst til að sjá sem flesta.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband