Laugardagur 8.november

Við erum búin að vera netlaus frá síðustu bloggfærslu þannig að nú verður bætt við helstu fréttum frá því við létum í okkur heyra síðast. Undirrituð fékk góða kosningu í stoðu IVP Kjersty frá Noregi var kjörinn EVP og mun sjá um Evrópu. Arna verður IVP í eftirtöldum löndum Ítalíu, Grikklandi, Belgíu, Frakklandi , Hollandi, Serbíu og Sloveníu. Umsjóarmaður Íslands í heimsstjórn er frá Indlandi. Mikið hefur verið spurt um efnahagsástandið á Íslandi og er JCI vinum okkar virkilega umhugað um að okkur gangi sem best og er það ósköp notalegt. Að venju hafa landsforseti og við takandi landsforseti setið stífa fundi og oft langt fram eftir kvöldi. Allar breytingar sem lágu fyrir þessu þingi hafa verið samþykktar og verður það talsverð vinna fyriri JCI Ísland að skoða sig í tengslum við breytingarnar en þær verða örugglega okkur öllum til góðs. Fráfarandi heimsforseti Graham Hanlon vinur okkar frá Írlandi hefur ekki verið heill heilsu og var lagður inná spítala í gær en það er reiknað með að hann muni samt sjá um verðlauna prógrammið í kvöld. Hugsið hlýtt til Grahams svo hann njóti litlu dótturinnar og eiginkonunnar þegar hann verður laus úr embættinu.

Mbk arna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband