23.6.2008 | 12:31
Skemmtileg heimsókn
Einn af kostum þess að vera JCI félagi er að JCI er í flestum löndum og borgum heimsins, og alltar er hægt að leita til annara JCI félaga um móttöku.
Sama gildir að sjálfsögðu á Íslandi, þegar erlendir JCI félagar eiga leið um hingað. Í gær tókum við í JCI Esju á móti vinum úr JCI London.
Dagurinn byrjaði með kynnisferð um Reykjavík og nágrenni og endaði svo með skemmilegum kvöldverð með fjölda JCI félaga.
Í framhaldi ætla Marco og Rash að keyra um landið næstu daga.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.