Keppni í mælsku

Í gær fór fulltrúi okkar og keppti í mælskukeppni einstaklinga (á Evrópuþinginu í Turku). Eins og flestir vita þá var okkar fulltrúi Guðlaug Birna Björnsdóttir (JCI Esju) en hún stóð sig hreint ótrúlega vel. Svo vel að fólk kom aðvífandi úr öllum áttum (keppendur og áheyrendur) til að segja henni að hún hefði "hreyft við sér" og "náð að snerta strengi". Ein eldri kona í salnum kom hreinlega með tárin í augun til að segja henni hve vel hún hefði staðið sig og hvað innihaldið í ræðunni væri gott og hefði snert hana djúpt.

Lauga_speak

Ræðusnilli Guðlaugar dugði þó ekki til sigurs en dómarar voru greinilega á höttunum eftir einhverju öðru en enn einum sigri íslendinga í keppninni.

Til hamingju með frammúrskarandi árangur Guðlaug!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband