6.6.2008 | 17:45
Opnunarhátíð og Finnska kvöldið
Opnunarhátíðin á Evrópuþinginu í Turku var í fyrrakvöld (miðvikudag) og var ágæt. Ekki það mest spennandi að hlusta á hátíðarræður og formlegheit en fögur fyrirheit Finna um drykkju og átveislu beint á eftir gerði þetta að hinni ágætis skemmtun. Það spillti heldur ekki fyrir að formlegheitin voru stutt.
Eftir hina formlegu opnun var hið svokallaða "Finnskt kvöld" og var þar mikið um dýrðir. Matur úr öllum heimshornum og guðaveigarnar gjörsamlega fljótandi út um allt. Hátindur kvöldsins var klárlega Karaoke keppnin sem Sigurður og Kjartan tóku þátt. Það má með sanni segja að þeir hafi staðið sig vel sem fulltrúar íslands og verið okkur til sóma. Guðaveigarnar voru greinilega búnar að mýkja raddböndin og losa um hömlur.
Hér má sjá Kjarta og Sigurðu syngja Love Shack með B 52's
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.