17.3.2008 | 16:37
Góð ræðuhelgi
Um helgina var haldin Nordic Debate Weekend, en JCI Esja var annað af tveimur félögum sem stóðu að þessum viðburði. Alls voru tæplega 20 þáttakendur, þar af 5 erlendir gestir sem voru komnir til landsins í þeim einum tilgangi að taka þátt í ræðumennsku með íslendingum.
Til landsins kom einnig Carlo van Tichelen, IG leiðbeinandi og ræðuþjálfari sem sá um þjálfunina, en Carlo hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum æfingum og er sérfræðingur í öllu sem snýr að rökræðu og ræðukeppnum. Hann sá meðal annars um ræðuþjálfun fyrir JCI á heimsþingi, við góðan orðstí.
Fyrir okkur í Esjunni voru þetta góðar fréttir og alveg öruggt að við höfum lært ýmislegt á þessari helgi, fyrir vikið eigum við eftir að bjóða sterkari lið í ræðukeppninni hérna heima. Um þessar mundir er JCI Esja með tvö ræðulið í gangi, þetta var því góð æfing fyrir félaga í JCI Esju.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.