Hver kann að stjórna fundi?

Hugsa sér að allt þetta fíaskó í kringum REI málið hafi orðið til út af jafn einföldum hlut og fundarstjórn. Athugasemd var gerð við það hvernig það var boðað til fundarins og fleira sem lýtur að stjórn fundarins og í kjölfarið fór allt í háaloft.

Fyrir þá sem ekki vilja lenda í fíaskó sem þessu langar mig að benda á námskeið á miðvikudaginn sem heitir einfaldlega : "Fundarstjórn á félagsfundum"

Þetta námskeið tekur einungis eina kvöldstund og það er jú mjög mikilvægt fyrir hvern þann sem tekur virkan þátt í félagsstarfi að kunna að stjórna fundi. Flest höfum við setið fund þar sem allt fer úr böndunum, umræðan fer í hringi og enginn árangur næst. Slíka fundi er óþarft að halda og kemur góður fundarstjóri í veg fyrir þessháttar fundarlag.

Kannt þú að stjórna markvissum fundi?
Þú ættir ef til vill að skella þér á stutt en áhrifaríkt námskeið í fundarstjórnun félagsfunda.

Jci Esja verður með námskeið í fundarstjórnun miðvikudaginn 27. febrúarklukkan 20:00.
Námskeiðið er haldið í húsnæði Góðs vals (www.gottval.is) í Lágmúla 4 (sama hús og Úrval Útsýn)

Námskeiðið er ein kvöldstund og kostar 5.000 kr - 0 kr. fyrir þá sem eru félagar í JCI.
Skráning fer fram á
esja@jci.is eða hjá Sigurði í síma 869 9024

Fyrir þá sem vilja læra ítarlega fundarstjórnun og fá þekkingu á fundarsköpum þá verðum við í JCI Esju með slíkt námskeið í mars:
"Fundarsköp og fundarstjórn"
Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem sitja fundi og telja að tíma þeirra mætti vera betur varið. Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa. Þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hverskonar, úrskuri deilumála o.fl. Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund.

Námskeiðið er 4 kvöld en nánari upplýsingar um námskeiðin okkar er að finna á heimasíðunni okkar www.jciesja.org

mbl.is Geir nýtur mests trausts en Vilhjálmur minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband