Námskeiðin á þessu ári

Nú er búinn að kynna dagskrá ársins fyrir félagsmönnum og leist viðstöddum vel á. Fyrir ykkur sem sáuð ykkur ekki fært að mæta þá birtum við hér lista yfir þau námskeið sem fyrirhuguð eru á árinu. Þess má þó geta að dagskráin er fljótandi vinnuplagg og því geta námskeið færst til og þeim getur fjölgað eða fækkað enda á eftir að fá staðfestingar frá leiðbeinendum.

Námskeið árið 2008

Janúar: Ræða I
Febrúar: Fundarritun - Platínureglan
Mars: Viðskiptaklúbbur, námskeið I -  Fundarstjórn á félagsfundum - Fundarsköp og stjórnun funda
Apríl: Brjóstsykurgerð - JCI Presenter og JCI Trainer - Tímastjórnun og skipulag
Maí: Viðskiptaklúbbur, námskeið II - Ræða I
Júní: Táknmál líkamans - Konfektgerð
Júlí: Viðskiptaklúbbur, námskeið 3 - Ótilgreint námskeið(tilkynnt síðar)
Ágúst: Samspil hópsins - Ótilgreint námskeið(tilkynnt síðar)
September: Ræða I - Viðskiptaklúbbur, námskeið 4 - Tengslanet
Október: Platínureglan - Ræðutækni - Gefðu mér gaum
Nóvember: Viðskiptaklúbbur, námskeið 5 - Jólaföndur og skreytingar
Desember: Jólasælgætisgerð

Viðskiptaklúbburinn verður með þessi námskeið:
Stofnun fyrirtækja
Fjármál og rekstur fyrir byrjendur
Áhrifarík sölumennska
Markaðsmál og auglýsingar
e-branding og e-marketing

Nákvæmar innihaldslýsingar á námskeiðum, lengd þeirra, uppl. um leiðbeinendur og fleira verður birt á heimasíðu Esjunnar á næstu dögum.

Stjórnin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband