Nýsköpun hjá Nýju aðildarfélagi JCI á krepputímum

Eins og flestir Esjufélagar ættu að vita þá hafa þau Tryggvi og Guðlaug (Esjufélagar) unnið hörðum höndum að því að stofnseta nýtt JCI félag í Hafnarfirði undir nafninu JCI Keilir.

Hér er færsla sem tengist þessu af blogginu hans Tryggva:

Nýsköpun og tækifæri á krepputímum

Það er ljóst að samfélagið nötrar þessa dagana vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa á fjármálamarkaði. Fjömargir hafa nú þegar misst vinnuna og vafalítið margir sem eiga eftir að bætast í þann hóp.

Það dugr þó lítið að setja alla orku og einbeitingu í að einblína á svartnættið heldur verða menn einfaldlega að setja sér að leita uppi þau fjölmörgu tækifæri sem leynast víða.

Eitt af því besta sem finnst á krepputímum er starfsemi JCI en hún veitir einstaklingum fjölmörg tækifæri til að efla og bæta eigin hæfni og leiðtogahæfileika. JCI hefur einnig sterk tengsl við svið nýsköpunar hér á landi en er auk þess með gríðarlega stórt tengslanet um allan heim, en JCI er starfrægt í meira en 5.000 aðildarfélögum í á annað hundrað löndum. Einungis Rauði krossinn, sameinuðu þjóðirnar og ólympíusambandið er starfrækt í fleiri löndum.

 

Ég hvet því unga og drífandi einstaklinga á aldrinum 18-40 ára að kynna sér starfsemi JCI á Íslandi og erlendis (www.jci.is og www.jci.cc) - En einnig hvet ég áhugasama um að kynna sér nýtt aðildarfélag sem er í stofnum en starfssvið þess verður fyrst og fremst á Alþjóðasviði, Viðskiptasviði og Samfélagssviði.


TAKTU ÞÁTT Í NÝJUM ÁFANGA JCI Á ÍSLANDI
 

Föstudaginn 10. október, kl 19:45, verður stofnun JCI Keilis í menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði.
Heiðursgestur viðburðarins er Dr. Erol User frá Tyrklandi
en hann er hingað kominn í boði forseta Íslands til að vera viðstaddur bleiku slaufuna (Pink ribbon ball).


Það væri okkur sönn ánæga ef þú gætir séð þér fært að koma á  þennan viðburð og heiðrað bæði Dr. Erol User og  Junior Chamber Internationalmeð nærveru þinni. 
Það er mikilvægt fyrir nýtt félag að fá sem flestaá stofnfund þess því það veitir félaginu aukinn kraft, auk þess sem nýir félagar fá innblástur og hvatningu af þeim stuðningi sem nærvera kraftmikilla einstaklinga veitir.
 
  

JCI_Keilir   
 
Dagskrá stofnfundar:

19:45 – Opið hús
20:00 – Dr. Erol User flytur erindi
20:25 – Tryggvi Freyr Elínarson, einn af stofnendum JCI Keilis kynnir félagið, starfsvettvang þess og verkefnin framundan
20:40 – Andri Heiðar Kristinsson, stofnandi Innovit frumkvöðlaseturs flytur erindi
20:55 – Landsforseti JCI Íslands ávarpar samkomuna
21:00 – Hlé gert á fundinum. Dr. Erol User yfirgefur samkomuna ásamt þeim gestum sem vilja.

 

Eftir stutt hlé taka við hefðbundin stofnfundarstörf, s.s. val bráðabirgðastjórnar, samþykkt lög, inntaka nýrra félaga o.fl.

Gestum er velkomið að fylgjast með þessum hluta hafi þeir áhuga.

 

Fyrir hönd stofnenda JCI Keilis,
Tryggvi Freyr Elínarson 
tryggvi(hjá)gottval.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband